„Margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2024 22:39 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson þjálfari Vals fannst Valsmenn eiga meira skilið úr leik liðsins gegn Fylki í kvöld en markalaust jafntefli. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu beitta á síðasta þriðungi vallarins. „Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“ Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira