Scheffler er sem stendur með eins höggs forystu á þriðja hring mótsins. Hinn 27 ára gamli Scheffler er sem stendur á sjö höggum undir pari. Max Homa og Collin Morikawa anda ofan í hálsmálið á honum. Þeir eru báðir á sex höggum undir pari.
Scottie Scheffler extends the lead to two following a birdie on No. 3. #themasters pic.twitter.com/NBIpymiUzL
— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024
Tiger Woods komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu, og setti þar með met, en hann hefur ekki náð að halda dampi. Sem stendur er Woods jafn í 47. sæti á sjö höggum yfir pari.
Hann sýndi þá að lengi lifir í gömlum glæðum á síðustu holu þar sem hann var hársbreidd frá því að ná fugli en sætti sig við par.
Þriðji dagur Masters ver í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.