Páll segir dóminn efla sig frekar en hitt Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 14:50 Páll segir dóminn engin áhrif hafa á sig, hann mun herða tökin ef eitthvað er. vísir/vilhelm Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Hann ætlar að áfrýja málinu. Páll var dæmdur til að greiða Aðalsteini 450.000 krónur í miskabætur og 1,4 milljón króna í málskostnað. Honum er gert að fjarlægja af vefsíðu sinni þau ummæli sem ómerkt eru innan 15 daga frá dómsuppsögu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag uns ummælin hafa verið fjarlægð. Þá er honum gert að birta dóminn á vef sínum. „Já, ég var dæmdur fyrir átta ummæli,“ segir Páll í samtali við Vísi. Sem eru öll ummæli sem kvartað var undan í málinu. Vísir greindi ítarlega frá réttarhöldum málsins. Ekki er úr vegi að spyrja hvort dómurinn verði ekki til þess að hann hemji sig og skrifin en hann segir svo ekki vera. Þvert á móti. En þetta hlýtur að vera biti fyrir mann sem er á kennaralaunum? „Jú, þetta er það. En, nei, ég ætla að áfrýja þessu. Þetta er þöggunarmálsókn af hálfu varaformanns Blaðamannafélagsins og ástæða til að óska honum til hamingju með að þagga niður eðlilega umræðu,“ segir Páll. Hann segir tvo félaga Aðalsteins af Heimildinni, þá Þórð Snæ Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson, áður hafa sótt í „djúpa vasa“ framhaldsskólakennarans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Héraðsdómur ómerkti þau ummæli Páls. „Það er ágætt að einhvers staðar eru djúpir vasar en að blaðamenn stundi svona þöggunarmálsókn er umhugunarefni. En í fyrra málinu, sem þeir Þórður Snær og Arnar Þór unnu í héraðsdómi, því var áfrýjað og verður tekið fyrir í byrjun maí, eða næsta mánuði.“ Tíminn er ekki að vinna með Páli því málin eru af svipuðum meiði. Hann verður að áfrýja máli Aðalsteins áður en niðurstaðan liggur fyrir í hinu málinu. Páll segir ekkert við því að gera, um sé að ræða tvö sjálfstæð dómsstig og dómarar bundir af því. En Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Páls hafði orð á því við málflutninginn að það gæti verið ráð fyrir dómara að bíða með að fella dóm þar til niðurstaða lægi fyrir í Landsrétti. Meiðyrðamál skrítin lögfræði En þetta mun ekkert slá á þína putta, eða hvað? „Nei, tvíefla þá, hugsa ég,“ segir Páll. „Ólíkt ýmsum öðrum hef ég stundað heiðarlegt starf um ævina, lagt fyrir sparifé, þannig að ég tel mig hafa efni á þessu og svo fékk ég góðan stuðning lesenda Tilfallandi athugasemda þegar ég var dæmdur í máli Þórðar Snæs og Arnars, þannig að ég er ekki með bogið eða brotið bak.“ Aðalsteinn Kjartansson hafði fullan sigur í máli sínu á hendur Páli, sem ætlar að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar er Páll með annað mál í áfrýjun af svipuðum toga.vísir/vilhelm Páll segist viss í sinni sök, hann sé að fara með rétt mál. Hann segist ekki ætla að vera með nein svigurmæli í garð dómarans, hann dæmi eflaust samkvæmt gildandi lögum. En það breyti ekki því að meiðyrðamál eigi til að vera sérstök. „Ég held að það hafi verið í þínum miðli en þar var greint frá því að manneskja hafi verið sýknuð fyrir að hafa kallað einhverja aðra manneskju nauðgara að ósekju, af því að sú sem hafði þau frammi gerði það í góðri trú. Meiðyrðamál eru mjög skrítin lögfræði.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Dómsmál Dómstólar Tjáningarfrelsi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Páll var dæmdur til að greiða Aðalsteini 450.000 krónur í miskabætur og 1,4 milljón króna í málskostnað. Honum er gert að fjarlægja af vefsíðu sinni þau ummæli sem ómerkt eru innan 15 daga frá dómsuppsögu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag uns ummælin hafa verið fjarlægð. Þá er honum gert að birta dóminn á vef sínum. „Já, ég var dæmdur fyrir átta ummæli,“ segir Páll í samtali við Vísi. Sem eru öll ummæli sem kvartað var undan í málinu. Vísir greindi ítarlega frá réttarhöldum málsins. Ekki er úr vegi að spyrja hvort dómurinn verði ekki til þess að hann hemji sig og skrifin en hann segir svo ekki vera. Þvert á móti. En þetta hlýtur að vera biti fyrir mann sem er á kennaralaunum? „Jú, þetta er það. En, nei, ég ætla að áfrýja þessu. Þetta er þöggunarmálsókn af hálfu varaformanns Blaðamannafélagsins og ástæða til að óska honum til hamingju með að þagga niður eðlilega umræðu,“ segir Páll. Hann segir tvo félaga Aðalsteins af Heimildinni, þá Þórð Snæ Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson, áður hafa sótt í „djúpa vasa“ framhaldsskólakennarans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Héraðsdómur ómerkti þau ummæli Páls. „Það er ágætt að einhvers staðar eru djúpir vasar en að blaðamenn stundi svona þöggunarmálsókn er umhugunarefni. En í fyrra málinu, sem þeir Þórður Snær og Arnar Þór unnu í héraðsdómi, því var áfrýjað og verður tekið fyrir í byrjun maí, eða næsta mánuði.“ Tíminn er ekki að vinna með Páli því málin eru af svipuðum meiði. Hann verður að áfrýja máli Aðalsteins áður en niðurstaðan liggur fyrir í hinu málinu. Páll segir ekkert við því að gera, um sé að ræða tvö sjálfstæð dómsstig og dómarar bundir af því. En Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Páls hafði orð á því við málflutninginn að það gæti verið ráð fyrir dómara að bíða með að fella dóm þar til niðurstaða lægi fyrir í Landsrétti. Meiðyrðamál skrítin lögfræði En þetta mun ekkert slá á þína putta, eða hvað? „Nei, tvíefla þá, hugsa ég,“ segir Páll. „Ólíkt ýmsum öðrum hef ég stundað heiðarlegt starf um ævina, lagt fyrir sparifé, þannig að ég tel mig hafa efni á þessu og svo fékk ég góðan stuðning lesenda Tilfallandi athugasemda þegar ég var dæmdur í máli Þórðar Snæs og Arnars, þannig að ég er ekki með bogið eða brotið bak.“ Aðalsteinn Kjartansson hafði fullan sigur í máli sínu á hendur Páli, sem ætlar að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar er Páll með annað mál í áfrýjun af svipuðum toga.vísir/vilhelm Páll segist viss í sinni sök, hann sé að fara með rétt mál. Hann segist ekki ætla að vera með nein svigurmæli í garð dómarans, hann dæmi eflaust samkvæmt gildandi lögum. En það breyti ekki því að meiðyrðamál eigi til að vera sérstök. „Ég held að það hafi verið í þínum miðli en þar var greint frá því að manneskja hafi verið sýknuð fyrir að hafa kallað einhverja aðra manneskju nauðgara að ósekju, af því að sú sem hafði þau frammi gerði það í góðri trú. Meiðyrðamál eru mjög skrítin lögfræði.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Dómsmál Dómstólar Tjáningarfrelsi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira