Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 13:00 Það var glatt á hjalla þegar Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í Grindavík árið 2022. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fá tilefni hafa gefist til að brosa út að eyrum í Grindavík undanfarna mánuði. Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira