Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. apríl 2024 08:55 Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra eftir að hún ákvað að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira