Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. apríl 2024 08:55 Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra eftir að hún ákvað að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira