Danski tvíburinn sló óvænt í gegn fyrir myrkur Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 07:30 Nicolai Højgaard glaðbeitur á Augusta-vellinum í Georgíu í gær. Getty/Jamie Squire Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi. Ekki náðu allir að ljúka hringnum í gær og þar á meðal er Daninn Nicolai Höjgaard sem er í 3. sæti á sínu fyrsta Masters-móti. DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira