Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:00 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir nýja ríkisstjórn verða að taka sig taki og horfast í augu við verkefni tengd Grindavík. Vísir/Egill Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. Þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa þann 10. Nóvember neyddist fjöldi fólks til að yfirgefa heimili sín. Um tvö hundruð Grindvíkingar eru nú með skráð aðsetur í nágrannasveitarfélaginu Vogum. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir ánægjulegt hversu margir hafi kosið að flytjast þangað og að vel sé tekið á móti fólkinu, en nú sé komið að þolmörkum hvað varðar þjónustu og innviði sveitafélagsins. „Það hefur einfaldlega gengið mjög illa að fá einhver svör frá ríkinu um hvernig það ætlar að styðja við þennan hóp þannig hann njóti í raun þeirrar sjálfsögðu grunnþjónustu sem landsmenn almennt njóta.“ Um 200 Grindvíkingar hafast nú við í VogumVísir/Egill Upplifir algjört stjórnleysi Mikil uppbygging hefur verið í Vogum síðustu ár og að sögn Gunnars hafði verið gert ráð fyrir talsverði fólksfjölgun á næstu misserum og árum. „En við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að bærinn myndi fyllast á nokkrum vikum. Ríkið hefur keypt hér upp á áttunda tug íbúða til útleigu til Grindvíkinga. Auðvitað er mjög fínt að hafi verið hægt, en þessi hópur er með lögheimili utan sveitafélagsins sem hefur talsvert mikil áhrif á áætlanagerð og fjárhag sveitafélagsins. Við þurfum auðvitað að tryggja þessum hóp viðunandi þjónustu og gerum það, við höfum tekið mjög vel á móti Grindvíkingum og ekki síst börnunum sem hafa komið í skólana okkar. En það gerði enginn ráð fyrir því að börnum í skólanum myndi fjölga um fjörutíu prósent á nokkrum vikum. Gunnar segir ljóst að innviðir bæjarins þoli ekki svona mikla fjölgun og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða. Ítrekað hafi verið kallað eftir svörum af hálfu ríkisins en viðbrögð hafi látið á sér standa. „Ég veit ekki alveg hvað skýrir það, hvort það er ákvarðanafælni eða hvað, en við upplifum algjört stjórnleysi í málefnum þessa hóps, sem eins og ég segi, nýtur í raun engra lögbundinna réttinda eða þjónustu.“ Stutt í að gripið verði til aðgerða Þá segir Gunnar að ný ríkisstjórn verði að horfast í augu við þá staðreynd að það hafi ekki verið nóg að kaupa upp eignir fólks í Grindavík. Það sé líka nauðsynlegt að styðja sveitafélög sem hafi sinnt þessu verkefni. „Eðlilegast væri í mínum huga að samfélagið í heild tæki þetta verkefni að sér, og þá þarf auðvitað ríkið að leiða það. það þýðir ekki að horfa bara í hina áttina eins og ég upplifi að ríkið sé að gera þessa dagana í málefnum Grindavíkur og ætlast til þess að málin leysist af sjálfu sér.“ Aðeins sé tímaspursmál hvenær neyðst verður til að setja hömlur á veitingu þjónustu til Grindvíkinga. „Ef við horfum bara stutt fram í tímann þá er það óhjákvæmilegt. Við munum neyðast til að grípa til aðgerða sem ekkert okkar vill þurfa að grípa til,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa þann 10. Nóvember neyddist fjöldi fólks til að yfirgefa heimili sín. Um tvö hundruð Grindvíkingar eru nú með skráð aðsetur í nágrannasveitarfélaginu Vogum. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir ánægjulegt hversu margir hafi kosið að flytjast þangað og að vel sé tekið á móti fólkinu, en nú sé komið að þolmörkum hvað varðar þjónustu og innviði sveitafélagsins. „Það hefur einfaldlega gengið mjög illa að fá einhver svör frá ríkinu um hvernig það ætlar að styðja við þennan hóp þannig hann njóti í raun þeirrar sjálfsögðu grunnþjónustu sem landsmenn almennt njóta.“ Um 200 Grindvíkingar hafast nú við í VogumVísir/Egill Upplifir algjört stjórnleysi Mikil uppbygging hefur verið í Vogum síðustu ár og að sögn Gunnars hafði verið gert ráð fyrir talsverði fólksfjölgun á næstu misserum og árum. „En við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að bærinn myndi fyllast á nokkrum vikum. Ríkið hefur keypt hér upp á áttunda tug íbúða til útleigu til Grindvíkinga. Auðvitað er mjög fínt að hafi verið hægt, en þessi hópur er með lögheimili utan sveitafélagsins sem hefur talsvert mikil áhrif á áætlanagerð og fjárhag sveitafélagsins. Við þurfum auðvitað að tryggja þessum hóp viðunandi þjónustu og gerum það, við höfum tekið mjög vel á móti Grindvíkingum og ekki síst börnunum sem hafa komið í skólana okkar. En það gerði enginn ráð fyrir því að börnum í skólanum myndi fjölga um fjörutíu prósent á nokkrum vikum. Gunnar segir ljóst að innviðir bæjarins þoli ekki svona mikla fjölgun og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða. Ítrekað hafi verið kallað eftir svörum af hálfu ríkisins en viðbrögð hafi látið á sér standa. „Ég veit ekki alveg hvað skýrir það, hvort það er ákvarðanafælni eða hvað, en við upplifum algjört stjórnleysi í málefnum þessa hóps, sem eins og ég segi, nýtur í raun engra lögbundinna réttinda eða þjónustu.“ Stutt í að gripið verði til aðgerða Þá segir Gunnar að ný ríkisstjórn verði að horfast í augu við þá staðreynd að það hafi ekki verið nóg að kaupa upp eignir fólks í Grindavík. Það sé líka nauðsynlegt að styðja sveitafélög sem hafi sinnt þessu verkefni. „Eðlilegast væri í mínum huga að samfélagið í heild tæki þetta verkefni að sér, og þá þarf auðvitað ríkið að leiða það. það þýðir ekki að horfa bara í hina áttina eins og ég upplifi að ríkið sé að gera þessa dagana í málefnum Grindavíkur og ætlast til þess að málin leysist af sjálfu sér.“ Aðeins sé tímaspursmál hvenær neyðst verður til að setja hömlur á veitingu þjónustu til Grindvíkinga. „Ef við horfum bara stutt fram í tímann þá er það óhjákvæmilegt. Við munum neyðast til að grípa til aðgerða sem ekkert okkar vill þurfa að grípa til,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02