„Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2024 14:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson og félagar í Karlskrona geta tryggt sér sigur í einvíginu gegn Västerås í kvöld. vísir/hulda margrét Einn íslensku leikmannanna hjá Karlskrona segist aldrei hafa lent í aðstæðum eins og í leik gegn Västerås í gær. Þá þurfti að endurtaka vítakast úr leik sem fór fram fjórum dögum fyrr. Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“ Sænski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“
Sænski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti