„Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ segir hún.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum leiðir hún í baráttunni um Bessastaði með um 33 prósent fylgi. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði mældist með 27 prósenta fylgi.
„Það er auðvitað eins og ég þekki mætavel. Kannanir núna, tveir mánuðir til kosninga. Það er ekkert sem segir of mikið en auðvitað ánægjulegt að finna heilmikinn meðbyr. Margt gott fólk haft samband. Ég held að þetta geti orðið spennandi,“ segir Katrín.
„Nýr kafli í lífinu, hvernig sem hann endar.“