Tæplega hálf öld síðan Framsókn stýrði ríkisfjármálum Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 16:26 Sigurður Ingi verður fjármálaráðherra í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigurð Ingi Jóhannsson, sem tekur við fjármálaráðuneytinu í kvöld, segir engar stórar breytingar í farvatninu. Fjármálaáætlun sé tilbúin og á leið fyrir þingið. Þá segir hann að 45 ár séu síðan Framsóknarmaður hélt um stjórntaumana í ríkisfjármálunum. „Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“ Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira