Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 12:01 Anton segir að faðir hans hafi fallið fyrir eigin hendi eftir að hafa greinst með ólæknandi sjúkdóm og hrakað gífurlega á skömmum tíma. Hann skilur ekki hvers vegna dánaraðstoð, þar sem fólk getur ákveðið sjálft hvenær það vill skilja við og með reisn, er ekki leyfð. vísir/vilhelm Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. Pistill Antons er undir yfirskriftinni „Að eiga val um dánaraðstoð“ en þar hvetur hann almenning til þess að styðja við frumvarp um dánaraðstoð, sem nú er komið nefnd og bíður annarrar umræðu. „Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá,“ skrifar Anton. Heimur hans hrundi og við tóku dimmir dagar. Dauðastríðið getur reynst óbærilegt Anton, sem var í 2. sæti sem Íþróttamaður ársins á eftir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, segir að í Pallborði Vísis þann 27. mars hafi komið fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. „En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða.“ Anton segir álagið oftar en ekki óbærilegt og leggist þungt á fjölskyldur og aðstandendur en einnig þurfi lögregla og sjúkraliðar að sinna skyldum sínum við erfiðar aðstæður. En svona þurfi þetta ekki að vera. Mannúð að veita einstaklingum sjálfsákvörðunarrétt „Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu,“ segir í grein Antons. Anton segir eitt víst að allir muni deyja. Hann spyr hvers vegna rétturinn til að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda sé ekki lögleg? „Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni.“ Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ 4. apríl 2024 06:25 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Pistill Antons er undir yfirskriftinni „Að eiga val um dánaraðstoð“ en þar hvetur hann almenning til þess að styðja við frumvarp um dánaraðstoð, sem nú er komið nefnd og bíður annarrar umræðu. „Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá,“ skrifar Anton. Heimur hans hrundi og við tóku dimmir dagar. Dauðastríðið getur reynst óbærilegt Anton, sem var í 2. sæti sem Íþróttamaður ársins á eftir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, segir að í Pallborði Vísis þann 27. mars hafi komið fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. „En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða.“ Anton segir álagið oftar en ekki óbærilegt og leggist þungt á fjölskyldur og aðstandendur en einnig þurfi lögregla og sjúkraliðar að sinna skyldum sínum við erfiðar aðstæður. En svona þurfi þetta ekki að vera. Mannúð að veita einstaklingum sjálfsákvörðunarrétt „Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu,“ segir í grein Antons. Anton segir eitt víst að allir muni deyja. Hann spyr hvers vegna rétturinn til að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda sé ekki lögleg? „Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni.“
Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ 4. apríl 2024 06:25 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01
Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21
Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ 4. apríl 2024 06:25