Katrín með forskot á Baldur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2024 16:36 Sjö efstu frambjóðendurnir samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Vísir/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og forsætisráðherra er með 33 prósent fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og mótframbjóðandi mælist með 27 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08