Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 13:41 Baráttan um Bessastaði með augum skopteiknarans og bridge-snillingsins Aðalsteins Jörgensen. Aðalsteinn Jörgensen Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. „Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum. Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
„Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum.
Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira