Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 06:44 Hermaður situr og fær sér smók á meðan íbúi hreinsar til eftir árásir í Zaporizhzhia-héraði. AP/Andriy Andriyenko Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira