„Hefðum getað skorað svona sjö mörk” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:59 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn. „Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira