„Óneitanlega óvenjulegt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir ekkert athugavert vera við ákvörðun Katrínar. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. Hann segist hafa skilið formennina þannig að ríkur vilji sé til þess að á næstu dögum liggi fyrir niðurstaða varðandi framhald lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sitjandi forsætisráðherra. Beiðni hennar var samþykkt en henni falið að sitja í embættinu þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Klippa: Ávarp Guðna „Við skulum bara sjá til. Landið hefur forsætisráðherra og forsætisráðherra situr þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Þannig við tökum þetta bara einn dag í einu,“ segir Guðni spurður hversu langan tíma hann gefi stjórnarliðum til að komast að niðurstöðu þangað til að hann grípur í taumana. „Það fer allt eftir efnum og aðstæðum og óneitanlega er það óvenjulegt í þetta sinn að forsætisráðherra hefur ákveðið að vera í framboði í forsetakjöri sem er framundan. Þá þarf að taka tillit til þess,“ bætir hann við. Ekkert athugavert við stöðuna Spurður hvort honum þyki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta segir hann ekki svo vera. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau,“ segir Guðni og bætir við að honum þyki ekkert athugavert við stöðuna sem uppi er komin. Þeir þrír flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi hafi lýst því yfir að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfinu áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. „Og þeir hafa að sjálfsögðu svigrúm til þess. Þá liggur fyrir hverjar lyktir þeirra viðræðna verða, senn.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Hann segist hafa skilið formennina þannig að ríkur vilji sé til þess að á næstu dögum liggi fyrir niðurstaða varðandi framhald lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sitjandi forsætisráðherra. Beiðni hennar var samþykkt en henni falið að sitja í embættinu þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Klippa: Ávarp Guðna „Við skulum bara sjá til. Landið hefur forsætisráðherra og forsætisráðherra situr þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Þannig við tökum þetta bara einn dag í einu,“ segir Guðni spurður hversu langan tíma hann gefi stjórnarliðum til að komast að niðurstöðu þangað til að hann grípur í taumana. „Það fer allt eftir efnum og aðstæðum og óneitanlega er það óvenjulegt í þetta sinn að forsætisráðherra hefur ákveðið að vera í framboði í forsetakjöri sem er framundan. Þá þarf að taka tillit til þess,“ bætir hann við. Ekkert athugavert við stöðuna Spurður hvort honum þyki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta segir hann ekki svo vera. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau,“ segir Guðni og bætir við að honum þyki ekkert athugavert við stöðuna sem uppi er komin. Þeir þrír flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi hafi lýst því yfir að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfinu áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. „Og þeir hafa að sjálfsögðu svigrúm til þess. Þá liggur fyrir hverjar lyktir þeirra viðræðna verða, senn.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10
Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37