Kristian Nökkvi útaf í hálfleik þegar Ajax var niðurlægt Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 14:27 Kristian Nökkvi með boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty Feyenoord valtaði yfir lið Ajax þegar liðin mættust í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá var Willum Þór Willumsson í eldlínunni með Go Ahead Eagles. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni. Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni.
Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira