Gylfi að nálgast sitt besta form: „Ég treysti mér alltaf í 90“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2024 07:01 Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn. Vísir/Ívar Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn með Valsmönnum í Bestu-deild karla sem hófst með leik Víkings og Stjörnunnar í gær. Valur tekur á móti ÍA í fyrstu umferð í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti