Luka Modric er líklega stærsta stjarnan sem hefur komið frá Dinamo Zagreb, en hann hóf feril sinn hjá liðinu árið 2003 eftir að hafa leikið í unglingastarfi félagsins í þrjú ár. Hann var síðan keyptur til Tottenham árið 2008 áður en hann hélt til Real Madrid fjórum árum síðar.
Modric er, eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita, enn leikmaður Real Madrid. Með spænska stórveldinu hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna, ásamt því að hafa verið valinn besti leikmaður heims árið 2018.
Nú er Modric hins vegar orðinn 38 ára gamall og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Forseta Dinamo Zagreb finnst því vera kominn tími til að Modric snúi aftur heim áður en skórnir fara á hilluna.
📰🇭🇷 Dinamo Zagreb’s president has decided to buy a page into today’s edition of Spanish newspaper Marca to send clear message to Luka Modrić.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024
“Join us! It makes sense, all the possible sense in the world”.pic.twitter.com/nzs5dUmXAp
Zajec fór heldur óhefðbundina leið til að láta Modric vita af áhuga Dinamo Zagreb. Hann keypti heilsíðuauglýsingu í spænska dagblaðinu Marca þar sem hann sendi Modric skýr skilaboð.
„Gaktu til liðs við okkur! Það er skynsamlegt, skynsamlegasti hlutur í heimi,“ segir í auglýsingunni.