Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 15:33 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með lið Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1 Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1
Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira