Halla Hrund býður sig fram Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2024 10:01 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri og nú forsetaframbjóðandi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund tilkynnti framboðið formlega með myndskeiði á samfélagsmiðlum. Í samtali við Vísi segir hún að ákvörðunin hafi verið tekin, í góðu samráði við fjölskyldu hennar, yfir páskana. Hún hafi ákveðið að skella sér í sveitina austur á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem hún varði öllum sumrum hjá ömmu sinni og afa, til þess að íhuga framboð. Hún muni einmitt halda fyrsta framboðsfundinn á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 í dag. „Ég býð mig fram til forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina,“ segir Halla Hrund. Markmiðið að gera sem mest gagn Halla Hrund segir viðeigandi að halda framboðsfund á Kirkjubæjarklaustri, enda hafi mest áberandi áskorunin sem hún hefur fengið komið þaðan. Nánar tiltekið frá gangnamönnum á Austur-Síðuafrétti, sem skoruðu á Höllu Hrund með því að kaupa auglýsingu í Ríkisútvarpinu í lok mars. „Ég hef fengið áskoranir frá því í haust, sem hafa komið í bylgjum og ágerst. Eins og ég sagði þegar þetta kom fram, þá ákvað ég að fara austur í sveitina yfir páskana og ég tók ákvörðunina þar. Þetta er stór ákvörðun fyrir fjölskyldu og annað. En markmiðið er auðvitað að vinna fyrir samfélagið, gera sem mest gagn. Það er það sem ég er að horfa á, ég vil virkja alla til að taka þátt í samfélaginu. Fólk um allt land, þannig að við getum skapað fleiri tækifæri, bæði hér heima og erlendis. Ég tel að það sé hægt að nýta forsetaembættið með mjög mikilvægum hætti til slíkra góðra verka.“ Fjölskyldan stendur þétt við bakið á Höllu Sem áður segir tók Halla Hrund ákvörðunina í góðu samráði við fjölskyldu sína. Hún er gift Kristjáni Frey Kristjánssyni, stofnanda og forstjóra 50 skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Foreldrar hennar eru Jóhanna Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og EMDR meðferðaraðili, og Logi Ragnarsson, tölvunarfræðingur. Halla Hrund á einn yngri bróður, Hauk Stein Logason, yfirframleiðanda hjá CCP. „Þetta er auðvitað fjölskylduákvörðun og fjölskyldan stendur þétt við bakið á mér í þessu verkefni. Hvati minn í þessu framboði er að ég kem úr Hraunbænum, ég ólst þar upp til fjórtán ára aldurs þegar við fluttum í Selásinn, og ég var alltaf í sveit fyrir austan hjá ömmu og afa, ég hef uppskorið ótrúleg tækifæri. Ég bý í þessu fallega, fjölbreytta landi sem hefur gefið manni svo sannarlega margt. Hvati minn er ekki síst að passa upp á að stelpurnar mínar, sem eru að verða tólf og fimm ára, fái að njóta og eiga landið okkar að með sama hætti þegar þær vaxa úr grasi. Tíminn til þess að láta til okkar taka, til þess að tryggja það og vinna að því, hann er akkúrat núna.“ Halla Hrund hefur alla tíð varið miklum tíma í sveitinni sinni á Síðu. Hafi kynnst fegurð lýðræðisins ung Aðspurð hvernig næstu mánuðir í harðri kosningabaráttu leggist í hana segir Halla Hrund það fegurð lýðræðisins að margir frambærilegir frambjóðendur hafi gefið kost á sér. Hún beri mikla virðingu fyrir lýðræðinu. „Afi var hreppsstjóri þegar ég er að vaxa úr grasi. Það þýddi að fólk var mikið að koma á bæinn að kjósa utan kjörfundar. Þannig að maður upplifði svo sterkt þegar voru kosningar hversu mikilvægt það var að eiga þennan rétt á að velja hvaða leið fólk vill að samfélagið fari hverju sinni. Líkt og ég vil byggja á gildum þátttöku og samvinnu heilt yfir, þá finnst mér frábært að sjá ólíka aðila í framboði. Og það er líka mikilvægt að allir taki þátt í kosningunum. Af því að þær eru grunnurinn að því lýðræðissamfélagi sem við eigum. Sem er sannarlega ekki sjálfgefið að eiga.“ Forsetinn eigi ekki að vera flokkspólitískur Halla Hrund segir að forseti Íslands eigi ekki að vera flokkspólitískur og yfir dægurþras hafinn. Hann sé sameiningartákn og verði að geta sett nefið í vindinn þegar á móti blæs og tekið ákvarðanir sem geta verið óvinsælar. „Hann hefur sterka rödd til þess að nýta til góðs fyrir samfélagið. Hann á bera að virðingu fyrir þingræðinu og fara varlega með valdheimildir og einungis nýta þær ef afar sérstakar aðstæður skapast í samfélaginu.“ Muni nálgast kosningar af auðmýkt og embættið sömuleiðis Halla Hrund segir að hún muni nálgast kosningarnar í sumar af auðmýkt og að hún hvetji alla til þess að nýta kosningaréttinn. Nái hún kjöri muni hún nálgast embætti með sama hætti og verða forseti allra Íslendinga. „Ég hlakka til að hitta fólk um allt land á næstu vikum og heyra hverju við eigum að vinna saman að, fyrir framtíðina,“ segir Halla Hrund að lokum. Hefur komið víða við í námi og starfi Halla Hrund er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 stofnaði Halla Hrund og starfrækti Arctic Innovation Lab og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum. Halla Hrund nam við Harvard og kennir nú við skólann. Samhliða stofnun Arctic Initiative vann Halla Hrund að stofnun alþjóðlega jafnréttisverkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Project Girls for Girls). Þar tóku konur frá átta ríkjum úr ólíkum heimsálfum sig saman og byggðu upp verkefni sem miðar að því að efla færni og styrkja tengsl ungra kvenna. Verkefnið er í dag með starfsemi í tugum ríkja. Forsetakosningar 2024 Skaftárhreppur Tengdar fréttir Halla Hrund boðar til fundar á Kirkjubæjarklaustri Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mun tilkynna ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð á fundi á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 á morgun. 6. apríl 2024 15:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Halla Hrund tilkynnti framboðið formlega með myndskeiði á samfélagsmiðlum. Í samtali við Vísi segir hún að ákvörðunin hafi verið tekin, í góðu samráði við fjölskyldu hennar, yfir páskana. Hún hafi ákveðið að skella sér í sveitina austur á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem hún varði öllum sumrum hjá ömmu sinni og afa, til þess að íhuga framboð. Hún muni einmitt halda fyrsta framboðsfundinn á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 í dag. „Ég býð mig fram til forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina,“ segir Halla Hrund. Markmiðið að gera sem mest gagn Halla Hrund segir viðeigandi að halda framboðsfund á Kirkjubæjarklaustri, enda hafi mest áberandi áskorunin sem hún hefur fengið komið þaðan. Nánar tiltekið frá gangnamönnum á Austur-Síðuafrétti, sem skoruðu á Höllu Hrund með því að kaupa auglýsingu í Ríkisútvarpinu í lok mars. „Ég hef fengið áskoranir frá því í haust, sem hafa komið í bylgjum og ágerst. Eins og ég sagði þegar þetta kom fram, þá ákvað ég að fara austur í sveitina yfir páskana og ég tók ákvörðunina þar. Þetta er stór ákvörðun fyrir fjölskyldu og annað. En markmiðið er auðvitað að vinna fyrir samfélagið, gera sem mest gagn. Það er það sem ég er að horfa á, ég vil virkja alla til að taka þátt í samfélaginu. Fólk um allt land, þannig að við getum skapað fleiri tækifæri, bæði hér heima og erlendis. Ég tel að það sé hægt að nýta forsetaembættið með mjög mikilvægum hætti til slíkra góðra verka.“ Fjölskyldan stendur þétt við bakið á Höllu Sem áður segir tók Halla Hrund ákvörðunina í góðu samráði við fjölskyldu sína. Hún er gift Kristjáni Frey Kristjánssyni, stofnanda og forstjóra 50 skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Foreldrar hennar eru Jóhanna Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og EMDR meðferðaraðili, og Logi Ragnarsson, tölvunarfræðingur. Halla Hrund á einn yngri bróður, Hauk Stein Logason, yfirframleiðanda hjá CCP. „Þetta er auðvitað fjölskylduákvörðun og fjölskyldan stendur þétt við bakið á mér í þessu verkefni. Hvati minn í þessu framboði er að ég kem úr Hraunbænum, ég ólst þar upp til fjórtán ára aldurs þegar við fluttum í Selásinn, og ég var alltaf í sveit fyrir austan hjá ömmu og afa, ég hef uppskorið ótrúleg tækifæri. Ég bý í þessu fallega, fjölbreytta landi sem hefur gefið manni svo sannarlega margt. Hvati minn er ekki síst að passa upp á að stelpurnar mínar, sem eru að verða tólf og fimm ára, fái að njóta og eiga landið okkar að með sama hætti þegar þær vaxa úr grasi. Tíminn til þess að láta til okkar taka, til þess að tryggja það og vinna að því, hann er akkúrat núna.“ Halla Hrund hefur alla tíð varið miklum tíma í sveitinni sinni á Síðu. Hafi kynnst fegurð lýðræðisins ung Aðspurð hvernig næstu mánuðir í harðri kosningabaráttu leggist í hana segir Halla Hrund það fegurð lýðræðisins að margir frambærilegir frambjóðendur hafi gefið kost á sér. Hún beri mikla virðingu fyrir lýðræðinu. „Afi var hreppsstjóri þegar ég er að vaxa úr grasi. Það þýddi að fólk var mikið að koma á bæinn að kjósa utan kjörfundar. Þannig að maður upplifði svo sterkt þegar voru kosningar hversu mikilvægt það var að eiga þennan rétt á að velja hvaða leið fólk vill að samfélagið fari hverju sinni. Líkt og ég vil byggja á gildum þátttöku og samvinnu heilt yfir, þá finnst mér frábært að sjá ólíka aðila í framboði. Og það er líka mikilvægt að allir taki þátt í kosningunum. Af því að þær eru grunnurinn að því lýðræðissamfélagi sem við eigum. Sem er sannarlega ekki sjálfgefið að eiga.“ Forsetinn eigi ekki að vera flokkspólitískur Halla Hrund segir að forseti Íslands eigi ekki að vera flokkspólitískur og yfir dægurþras hafinn. Hann sé sameiningartákn og verði að geta sett nefið í vindinn þegar á móti blæs og tekið ákvarðanir sem geta verið óvinsælar. „Hann hefur sterka rödd til þess að nýta til góðs fyrir samfélagið. Hann á bera að virðingu fyrir þingræðinu og fara varlega með valdheimildir og einungis nýta þær ef afar sérstakar aðstæður skapast í samfélaginu.“ Muni nálgast kosningar af auðmýkt og embættið sömuleiðis Halla Hrund segir að hún muni nálgast kosningarnar í sumar af auðmýkt og að hún hvetji alla til þess að nýta kosningaréttinn. Nái hún kjöri muni hún nálgast embætti með sama hætti og verða forseti allra Íslendinga. „Ég hlakka til að hitta fólk um allt land á næstu vikum og heyra hverju við eigum að vinna saman að, fyrir framtíðina,“ segir Halla Hrund að lokum. Hefur komið víða við í námi og starfi Halla Hrund er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 stofnaði Halla Hrund og starfrækti Arctic Innovation Lab og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum. Halla Hrund nam við Harvard og kennir nú við skólann. Samhliða stofnun Arctic Initiative vann Halla Hrund að stofnun alþjóðlega jafnréttisverkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Project Girls for Girls). Þar tóku konur frá átta ríkjum úr ólíkum heimsálfum sig saman og byggðu upp verkefni sem miðar að því að efla færni og styrkja tengsl ungra kvenna. Verkefnið er í dag með starfsemi í tugum ríkja.
Forsetakosningar 2024 Skaftárhreppur Tengdar fréttir Halla Hrund boðar til fundar á Kirkjubæjarklaustri Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mun tilkynna ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð á fundi á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 á morgun. 6. apríl 2024 15:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Halla Hrund boðar til fundar á Kirkjubæjarklaustri Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mun tilkynna ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð á fundi á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 á morgun. 6. apríl 2024 15:15