Sölubásar Kristjáníu fjarlægðir og Pusher-stræti lokað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 09:45 Sölubásarnir voru fjarlægðir í morgun. EPA/Mads Claus Rasmussen Hinu alræmda Pusher-stræti í Kristjáníu í Kaupmannahöfn verður lokað og vonast er til þess að kannabissalan sem hefur einkennt hana í áratugi muni heyra sögunni til. Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda. Danmörk Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda.
Danmörk Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira