Sölubásar Kristjáníu fjarlægðir og Pusher-stræti lokað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 09:45 Sölubásarnir voru fjarlægðir í morgun. EPA/Mads Claus Rasmussen Hinu alræmda Pusher-stræti í Kristjáníu í Kaupmannahöfn verður lokað og vonast er til þess að kannabissalan sem hefur einkennt hana í áratugi muni heyra sögunni til. Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda. Danmörk Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda.
Danmörk Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira