„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:28 Glódís Perla Viggósdóttir var stolt af frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. „Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn og langstærstan partinn af leiknum erum við með stjórnina. Þær fá eitt dauðafæri og ég held að það sé það eina sem þær eru með allan leikinn,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. „Við stígum svo bara upp eftir það og förum að halda enn betur í boltann og svo drepum við þetta bara á lokamínútunum í fyrri hálfleik.“ Íslenska liðið braut ísinn seint í fyrri hálfleik áður en annað markið leit dagsins ljós aðeins um mínútu síðar. Glódís fékk svo sjálf algjört dauðafæri til að skora þriðja markið á seinustu andartökum hálfleiksins, en lét verja frá sér. „Ég hefði alveg verið til í að skora. Það hafði alveg verið gaman. Ég veit ekki, ég hefði bara átt að skalla boltann niður eða eitthvað allt annað en bara beint á hana. Svona er þetta og ég er bara glöð að þetta var ekki mikilvægara augnablik.“ Hún segir þó að mörkin tvö í fyrri hálfleik hafi gefið liðinu mikið fyrir seinni hálfleik. „Það munar alveg miklu að vera í 2-0 í staðinn fyrir 1-0. En mér fannst við klára seinni hálfleikinn mjög fagmannlega. Við hleypum þeim ekki inn í leikinn og við vorum alveg viðbúnar því að við gætum þurft að verjast og að við myndum detta til baka. Það hefur alveg gerst í öðrum leikjum hjá okkur að við höfum lent í því. Eins og á móti Wales fyrir áramót þar sem við skorum og erum svo bara að verja forskotið.“ „En í dag þá klárum við þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður. Við höldum í boltann, erum rólegar og höldum áfram að skapa og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það er ákveðið skref fram á við fyrir okkur sem lið og klárlega eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ Þá segir hún einnig hafa verið gaman að sjá að þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið komið með örugga forystu þá tóku stelpurnar fótinn aldrei af bensíngjöfinni. „Það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt af því að við erum að spila við þannig lið að ef maður gefur þeim einn putta þá taka þær alla hendina. Þannig að ég er gríðarlega ánægð með þða hvernig við fórum inn í seinni hálfleikinn og það hefði alveg verið létt fyrir okkur að leggjast bara niður og fara að verja markið okkar, en í staðinn stígum við upp og erum hugrakkar og þær fara að þreytast mikið. Það er það sem við viljum gera því þegar þær vinna boltann þá hafa þær ekki orku í að fara í skyndisóknir og við náðum því í dag.“ Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir fengu það verðuga verkefni að glíma við skærustu stjörnu Polverja, framherjann Ewu Pajor og gerðu það með glæsibrag. „Við Ingibjörg vorum alltaf með auga á henni. Hún fær kannski tvö færi í fyrri hálfleik sem hún hefði getað skorað úr. En fyrir utan það fannst mér við alveg með þetta. Mér fannst Ingibjörg standa sig ógeðslega vel á móti henni. Hún vann öll einvígi á móti henni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn og langstærstan partinn af leiknum erum við með stjórnina. Þær fá eitt dauðafæri og ég held að það sé það eina sem þær eru með allan leikinn,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. „Við stígum svo bara upp eftir það og förum að halda enn betur í boltann og svo drepum við þetta bara á lokamínútunum í fyrri hálfleik.“ Íslenska liðið braut ísinn seint í fyrri hálfleik áður en annað markið leit dagsins ljós aðeins um mínútu síðar. Glódís fékk svo sjálf algjört dauðafæri til að skora þriðja markið á seinustu andartökum hálfleiksins, en lét verja frá sér. „Ég hefði alveg verið til í að skora. Það hafði alveg verið gaman. Ég veit ekki, ég hefði bara átt að skalla boltann niður eða eitthvað allt annað en bara beint á hana. Svona er þetta og ég er bara glöð að þetta var ekki mikilvægara augnablik.“ Hún segir þó að mörkin tvö í fyrri hálfleik hafi gefið liðinu mikið fyrir seinni hálfleik. „Það munar alveg miklu að vera í 2-0 í staðinn fyrir 1-0. En mér fannst við klára seinni hálfleikinn mjög fagmannlega. Við hleypum þeim ekki inn í leikinn og við vorum alveg viðbúnar því að við gætum þurft að verjast og að við myndum detta til baka. Það hefur alveg gerst í öðrum leikjum hjá okkur að við höfum lent í því. Eins og á móti Wales fyrir áramót þar sem við skorum og erum svo bara að verja forskotið.“ „En í dag þá klárum við þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður. Við höldum í boltann, erum rólegar og höldum áfram að skapa og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það er ákveðið skref fram á við fyrir okkur sem lið og klárlega eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ Þá segir hún einnig hafa verið gaman að sjá að þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið komið með örugga forystu þá tóku stelpurnar fótinn aldrei af bensíngjöfinni. „Það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt af því að við erum að spila við þannig lið að ef maður gefur þeim einn putta þá taka þær alla hendina. Þannig að ég er gríðarlega ánægð með þða hvernig við fórum inn í seinni hálfleikinn og það hefði alveg verið létt fyrir okkur að leggjast bara niður og fara að verja markið okkar, en í staðinn stígum við upp og erum hugrakkar og þær fara að þreytast mikið. Það er það sem við viljum gera því þegar þær vinna boltann þá hafa þær ekki orku í að fara í skyndisóknir og við náðum því í dag.“ Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir fengu það verðuga verkefni að glíma við skærustu stjörnu Polverja, framherjann Ewu Pajor og gerðu það með glæsibrag. „Við Ingibjörg vorum alltaf með auga á henni. Hún fær kannski tvö færi í fyrri hálfleik sem hún hefði getað skorað úr. En fyrir utan það fannst mér við alveg með þetta. Mér fannst Ingibjörg standa sig ógeðslega vel á móti henni. Hún vann öll einvígi á móti henni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti