Segist ekki verða pólitískur forseti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2024 15:25 Katrín tilkynnti um forsetaframboðið á Instagram í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi segist ekki munu verða pólitískur forseti. Hún segi nú skilið við stjórnmálin eftir tveggja áratuga starf. „Ég ígrundaði þetta mjög mikið um páskana og tók ákvörðun bara í þessari viku að fara út í þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um ákvörðun sína að gefa kost á sér í kosningum til embættis forseta. Katrín tilkynnti framboðið í myndbandsávarpi sem hún birti á Instagram eftir hádegi í dag. Framboð hennar hefur legið í loftinu um nokkurt skeið og ljóst var að einhver fótur væri fyrir þeim sögusögnum í vikunni þegar Katrín sagðist íhuga þetta alvarlega. Hennar tími í stjórnmálum búinn Katrín segir í viðtali sem hún veitti fréttastofu klukkan 14 að ýmsar ástæður séu fyrir þessari ákvörðun hennar. Hún hafi verið lengi í stjórnmálum og hafi verið búin að taka ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í næstu Alþingiskosningum. „Ég ætlaði hins vegar að klára þetta kjörtímabil að sjálfsögðu en eftir því sem leið á árið þá voru æ fleiri sem höfðu samband við mig og ég fór að hugsa þetta æ meir. Ég held að reynsla mín sé eitthvað sem geti skipt máli fyrir þetta embætti,“ segir Katrín. Er það upplifun þín af stjórnarsamstarfinu sem hefur áhrif á þá ákvörðun eða bara tekin heilt yfir? „Við eigum öll okkar tíma í stjórnmálum og ég fann fyrir að sá tími var kominn hjá mér.“ Veit ekki hver verður næsti forsætisráðherra Hún hafi rætt við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um þessa ígrundun sína fyrir páska. Strax eftir hátíðina hafi hún svo greint þeim frá í hvað stefndi. Hún segist ekki vita hver næstu skref ríkisstjórnarinnar séu. „Nú eru þau, sem áfram sitja, með boltann. Það er meirihluti þriggja flokka á Alþingi, það er stjórnarsáttmáli í gildi. Ég vænti þess að þau noti tímann núna til að fara yfir þá stöðu og finna góða lausn á því.“ Er búið að ákveða hver verður næsti forsætisráðherra? „Nei og ég hef ekki komið að neinum samtölum um það,“ segir Katrín. Segir af sér þingmennsku á mánudag Hún segir mikilvægt að forseti landsins gæti hagsmuna þjóðarinnar á alþjóðavettvangi, tali fyrir grunngildum íslensks samfélags, sem hún segir lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Forsetinn eigi að tala fyrir undirstöðunum: Menntun, menningu og íslenskri tungu. Þá eigi hann að tala gegn skautun, sem sjáist í auknum mæli úti um allan heim. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum.“ Forseti megi ekki óttast að vera umdeildur Innt eftir því hvert hlutverk forseta sé að hennar mati segir hún hann þurfa að geta tekið erfiðar ákvarðanir. „Hann þarf að vera til staðar þegar eru erfiðir tímar, geta talað til þjóðarinnar allrar en um leið að geta tekið erfiðar ákvarðanir og ekki óttast að verða umdeildur.“ Þá sé það alltaf matsatriði hvenær forseti beiti synjunarvaldi. „Það geta verið stór mál sem koma upp, það getur verið ákall frá þjóðinni en það getur líka verið stórmál sem ganga að einhverju leyti gegn þessum grundvallargildum sem ég nefndi áðan: Lýðræðinu, mannréttindum, réttarríkinu.“ Eiginmaðurinn aðeins meira áberandi Verðurðu pólitískur forseti? „Nei, nú segi ég skilið við stjórnmálin. Það er auðvitað stór ákvörðun og ég vænti þess auðvitað að fólk hafi alls konar skoðanir á því. Ég átta mig auðvitað á því að ég er ekki óumdeild manneskja eftir alla þessa löngu veru. En það er þjóðin, það er fólkið sem velur forsetann og það tekur rétta ákvörðun.“ Hún segir stærsta samtalið sem hver og einn þurfi að eiga vera við sína nánustu. Bæði maðurinn hennar og synirnir þrír styðji hana eindregið í þessu. Fjölskylda Katrínar hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlum, Katrín segist vænta þess að það breytist verði hún forseti. „Ég vænti þess að maðurinn minn muni sinna þessu að einhverju leyti með mér en ég geri líka ráð fyrir því að börnin mín fái að vera áfram börn og sjálfstæðir einstaklingar.“ Fylgst var með viðburðaríkum degi í vaktinni á Vísi sem sjá má að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
„Ég ígrundaði þetta mjög mikið um páskana og tók ákvörðun bara í þessari viku að fara út í þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um ákvörðun sína að gefa kost á sér í kosningum til embættis forseta. Katrín tilkynnti framboðið í myndbandsávarpi sem hún birti á Instagram eftir hádegi í dag. Framboð hennar hefur legið í loftinu um nokkurt skeið og ljóst var að einhver fótur væri fyrir þeim sögusögnum í vikunni þegar Katrín sagðist íhuga þetta alvarlega. Hennar tími í stjórnmálum búinn Katrín segir í viðtali sem hún veitti fréttastofu klukkan 14 að ýmsar ástæður séu fyrir þessari ákvörðun hennar. Hún hafi verið lengi í stjórnmálum og hafi verið búin að taka ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í næstu Alþingiskosningum. „Ég ætlaði hins vegar að klára þetta kjörtímabil að sjálfsögðu en eftir því sem leið á árið þá voru æ fleiri sem höfðu samband við mig og ég fór að hugsa þetta æ meir. Ég held að reynsla mín sé eitthvað sem geti skipt máli fyrir þetta embætti,“ segir Katrín. Er það upplifun þín af stjórnarsamstarfinu sem hefur áhrif á þá ákvörðun eða bara tekin heilt yfir? „Við eigum öll okkar tíma í stjórnmálum og ég fann fyrir að sá tími var kominn hjá mér.“ Veit ekki hver verður næsti forsætisráðherra Hún hafi rætt við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um þessa ígrundun sína fyrir páska. Strax eftir hátíðina hafi hún svo greint þeim frá í hvað stefndi. Hún segist ekki vita hver næstu skref ríkisstjórnarinnar séu. „Nú eru þau, sem áfram sitja, með boltann. Það er meirihluti þriggja flokka á Alþingi, það er stjórnarsáttmáli í gildi. Ég vænti þess að þau noti tímann núna til að fara yfir þá stöðu og finna góða lausn á því.“ Er búið að ákveða hver verður næsti forsætisráðherra? „Nei og ég hef ekki komið að neinum samtölum um það,“ segir Katrín. Segir af sér þingmennsku á mánudag Hún segir mikilvægt að forseti landsins gæti hagsmuna þjóðarinnar á alþjóðavettvangi, tali fyrir grunngildum íslensks samfélags, sem hún segir lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Forsetinn eigi að tala fyrir undirstöðunum: Menntun, menningu og íslenskri tungu. Þá eigi hann að tala gegn skautun, sem sjáist í auknum mæli úti um allan heim. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum.“ Forseti megi ekki óttast að vera umdeildur Innt eftir því hvert hlutverk forseta sé að hennar mati segir hún hann þurfa að geta tekið erfiðar ákvarðanir. „Hann þarf að vera til staðar þegar eru erfiðir tímar, geta talað til þjóðarinnar allrar en um leið að geta tekið erfiðar ákvarðanir og ekki óttast að verða umdeildur.“ Þá sé það alltaf matsatriði hvenær forseti beiti synjunarvaldi. „Það geta verið stór mál sem koma upp, það getur verið ákall frá þjóðinni en það getur líka verið stórmál sem ganga að einhverju leyti gegn þessum grundvallargildum sem ég nefndi áðan: Lýðræðinu, mannréttindum, réttarríkinu.“ Eiginmaðurinn aðeins meira áberandi Verðurðu pólitískur forseti? „Nei, nú segi ég skilið við stjórnmálin. Það er auðvitað stór ákvörðun og ég vænti þess auðvitað að fólk hafi alls konar skoðanir á því. Ég átta mig auðvitað á því að ég er ekki óumdeild manneskja eftir alla þessa löngu veru. En það er þjóðin, það er fólkið sem velur forsetann og það tekur rétta ákvörðun.“ Hún segir stærsta samtalið sem hver og einn þurfi að eiga vera við sína nánustu. Bæði maðurinn hennar og synirnir þrír styðji hana eindregið í þessu. Fjölskylda Katrínar hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlum, Katrín segist vænta þess að það breytist verði hún forseti. „Ég vænti þess að maðurinn minn muni sinna þessu að einhverju leyti með mér en ég geri líka ráð fyrir því að börnin mín fái að vera áfram börn og sjálfstæðir einstaklingar.“ Fylgst var með viðburðaríkum degi í vaktinni á Vísi sem sjá má að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira