Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 11:33 Halla Tómasdóttir var með næst flest atkvæði í forsetakosningunum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn. Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Þar var nýleg könnun stuðningsfólks Baldurs til umræðu. Það er eina könnunin þar sem Baldur, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr hafa verið mæld. Könnunin stóð yfir í sex daga yfir páskana og lauk hálfum sólarhring eftir að Jón Gnarr bauð sig fram. „Það sem kemur fram er að þau eru þrjú sem skera sig algjörlega úr; Baldur, Katrín og Jón Gnarr. Kannski hefur það áhrif að Katrín og Jón Gnarr höfðu ekki formlega lýst yfir framboði en höfðu samt verið mjög mikið í umræðunni. Könnun Prósentu frá 3. mars sem framkvæmd var fyrir Baldur Þórhallsson og stuðningsfólk. Maður sá líka að það hafði verið gerð könnun áður hjá Prósent þar sem Katrín, Halla Hrund og Jón Gnarr voru ekki með. Þá voru 34 prósent svarenda óákveðin. En í þessari seinni könnun datt sú tala niður í 19 prósent, þegar búið var að bæta við þessum þremur,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. „Það sem mér fannst athyglisvert er að þessi þrjú voru efst. Svo tók ég eftir því að Halla Hrund, sem hafði nú svona minnst verið að fullyrða að hún ætlaði í framboð, var með einhver fimm prósent. Menn höfðu greinilega tekið eftir henni. Það kæmi mér ekki á óvart ef hún færi fram að hún gæti náð einhverju töluverðu fylgi,“ segir Ólafur. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur ýjað að ákvörðun á næstu dögum varðandi mögulegt framboð sitt. Hún hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum undanfarið og var bæði í ítarlegu viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni um páskana og gestur í síðasta þætti Vikunnar á RÚV. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona bauð svo fram krafta sína í gær. „Hún er landsþekkt og þarf ekki neina rosalega kynningu. Það er algjörlega ljóst að hún fær auðveldlega þessa 1500 meðmæelndur sem þarf en hvað hún fær mikið fylgi er algjörlega opin spurning,“ segir Ólafur sem er með fróðari mönnum um kosningar hér á landi. „Ég er nefnilega búinn að læra það að þó maður geti setið í hægindastólnum og verið með rosalega gáfalegar vangaveltur af hverju þessi fái mikið fylgi og það séu augljós rök til þess þá geti maður ekkert sagt fyrr en maður fær reynslugögn og þau fáúm við bara núna með skoðanakönnunum.“ Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samyflkingarinnar, telur að þeir sem eru hvað reiðastir yfir líklegu framboði Katrínar gætu ákveðið að fylkja liði að baki Steinunni Ólínu. Katrín Jakobsdóttir mætir á mögulega sinn síðasta ríkisstjórnarfund í morgun.vísir/vilhelm „Í minni samfélagsmiðlabúbblu er það helst rótækir vinstri menn, sósíalistar, sme eru hvað reiðastir út í Katrínu. Finnst þetta algjörlega fráleit hugmynd að hún sé að bjóða sig fram. Svikari, og alls konar. Ég held að það gæti verið ákveðin skörun. Svo gæti líka verið skörun milli Steinunnar og Gnarr,“ segir Helga Vala en þau tvö eru bæði tengd inn í listaheiminn. Andrés Jónsson segir enga ástæðu til að setja spurningamerki við könnunina sem slíka sem Prósent vann. Klókt hjá Baldri „En tímasetningin og hver gerði hana skiptir auðvitað máli. Ég held það hafi verið snjallt hjá Baldri því hann hefur gert margt snjallt og margt heppnast vel hjá honum, og þeim. að gera þessa könnun núna, fá mælingu á sig á móti þessum tveimur sem hann telur vera sína helstu keppinauta áður en þeir eru formlega komnir fram. Þarf af leiðandi er fullt af fólki ekki búið að móta sér skoðun, hefur gefið sig upp við aðra sem hafa komið fram. Það er erfiðara að færa sig yfir á einhvern sem kannski fer fram en þá sem eru komnir fram. Ég held það hafi verið taktískt hjá honum að gera þessa könnun núna, sejta hana út en marktæka könnunin verður þegar komið verður fram í maí. Þá verða farnar að skerpast línur, öðru hvoru megin við mánaðamótin,“ segir Andrés. Baldur, Katrín og Jón muni augljóslega keppast um embættið. „Mögulega að Halla Hrund gæti blandað sér í þann slag. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur sem er þekkt stærð og átti þekkt fylgi í síðustu kosningum sem hún tók þátt í 2016. Baldur sýnir samt að hann er með tiltölulega stöðu miðað við að hafa ekki verið í pólitík og ekki mjög landsþekktur fram að þessu.“ Halla er reynslubolti þegar kemur að forsetakosningum og náði framboð hennar fyrir átta árum miklu flugi eftir rólega byrjun. Hún hafnaði í öðru sæti með 27,9 prósent sem var ríflega tvöfalt fylgi Andra Snæs Magnasonar rithöfundar sem hafnaði í þriðja sæti með 14,3 prósent. Davíð Oddsson Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Þar var nýleg könnun stuðningsfólks Baldurs til umræðu. Það er eina könnunin þar sem Baldur, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr hafa verið mæld. Könnunin stóð yfir í sex daga yfir páskana og lauk hálfum sólarhring eftir að Jón Gnarr bauð sig fram. „Það sem kemur fram er að þau eru þrjú sem skera sig algjörlega úr; Baldur, Katrín og Jón Gnarr. Kannski hefur það áhrif að Katrín og Jón Gnarr höfðu ekki formlega lýst yfir framboði en höfðu samt verið mjög mikið í umræðunni. Könnun Prósentu frá 3. mars sem framkvæmd var fyrir Baldur Þórhallsson og stuðningsfólk. Maður sá líka að það hafði verið gerð könnun áður hjá Prósent þar sem Katrín, Halla Hrund og Jón Gnarr voru ekki með. Þá voru 34 prósent svarenda óákveðin. En í þessari seinni könnun datt sú tala niður í 19 prósent, þegar búið var að bæta við þessum þremur,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. „Það sem mér fannst athyglisvert er að þessi þrjú voru efst. Svo tók ég eftir því að Halla Hrund, sem hafði nú svona minnst verið að fullyrða að hún ætlaði í framboð, var með einhver fimm prósent. Menn höfðu greinilega tekið eftir henni. Það kæmi mér ekki á óvart ef hún færi fram að hún gæti náð einhverju töluverðu fylgi,“ segir Ólafur. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur ýjað að ákvörðun á næstu dögum varðandi mögulegt framboð sitt. Hún hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum undanfarið og var bæði í ítarlegu viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni um páskana og gestur í síðasta þætti Vikunnar á RÚV. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona bauð svo fram krafta sína í gær. „Hún er landsþekkt og þarf ekki neina rosalega kynningu. Það er algjörlega ljóst að hún fær auðveldlega þessa 1500 meðmæelndur sem þarf en hvað hún fær mikið fylgi er algjörlega opin spurning,“ segir Ólafur sem er með fróðari mönnum um kosningar hér á landi. „Ég er nefnilega búinn að læra það að þó maður geti setið í hægindastólnum og verið með rosalega gáfalegar vangaveltur af hverju þessi fái mikið fylgi og það séu augljós rök til þess þá geti maður ekkert sagt fyrr en maður fær reynslugögn og þau fáúm við bara núna með skoðanakönnunum.“ Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samyflkingarinnar, telur að þeir sem eru hvað reiðastir yfir líklegu framboði Katrínar gætu ákveðið að fylkja liði að baki Steinunni Ólínu. Katrín Jakobsdóttir mætir á mögulega sinn síðasta ríkisstjórnarfund í morgun.vísir/vilhelm „Í minni samfélagsmiðlabúbblu er það helst rótækir vinstri menn, sósíalistar, sme eru hvað reiðastir út í Katrínu. Finnst þetta algjörlega fráleit hugmynd að hún sé að bjóða sig fram. Svikari, og alls konar. Ég held að það gæti verið ákveðin skörun. Svo gæti líka verið skörun milli Steinunnar og Gnarr,“ segir Helga Vala en þau tvö eru bæði tengd inn í listaheiminn. Andrés Jónsson segir enga ástæðu til að setja spurningamerki við könnunina sem slíka sem Prósent vann. Klókt hjá Baldri „En tímasetningin og hver gerði hana skiptir auðvitað máli. Ég held það hafi verið snjallt hjá Baldri því hann hefur gert margt snjallt og margt heppnast vel hjá honum, og þeim. að gera þessa könnun núna, fá mælingu á sig á móti þessum tveimur sem hann telur vera sína helstu keppinauta áður en þeir eru formlega komnir fram. Þarf af leiðandi er fullt af fólki ekki búið að móta sér skoðun, hefur gefið sig upp við aðra sem hafa komið fram. Það er erfiðara að færa sig yfir á einhvern sem kannski fer fram en þá sem eru komnir fram. Ég held það hafi verið taktískt hjá honum að gera þessa könnun núna, sejta hana út en marktæka könnunin verður þegar komið verður fram í maí. Þá verða farnar að skerpast línur, öðru hvoru megin við mánaðamótin,“ segir Andrés. Baldur, Katrín og Jón muni augljóslega keppast um embættið. „Mögulega að Halla Hrund gæti blandað sér í þann slag. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur sem er þekkt stærð og átti þekkt fylgi í síðustu kosningum sem hún tók þátt í 2016. Baldur sýnir samt að hann er með tiltölulega stöðu miðað við að hafa ekki verið í pólitík og ekki mjög landsþekktur fram að þessu.“ Halla er reynslubolti þegar kemur að forsetakosningum og náði framboð hennar fyrir átta árum miklu flugi eftir rólega byrjun. Hún hafnaði í öðru sæti með 27,9 prósent sem var ríflega tvöfalt fylgi Andra Snæs Magnasonar rithöfundar sem hafnaði í þriðja sæti með 14,3 prósent. Davíð Oddsson
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira