Man United neitar að læra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 14:31 Hvenær ætla leikmenn Man United að læra sína lexíu? EPA-EFE/NEIL HALL Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili. Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira