Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 10:01 Leikmenn Man United voru allt annað en sáttir með að dómari leiksins skildi bæta átta mínútum við og dæma svo vítaspyrnu þegar sá tími var svo gott sem liðinn. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47