Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 10:52 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón eru þau einu sem hafa gefið út að þau hafi náð tilskildum fjölda meðmælenda. vísir Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira