Sigurður Ingi frestar fundum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra fari svo að Katrín bjóði fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23