Guðmundur Felix býður fram krafta sína Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2024 09:06 Guðmundur Felix langar að verða forseti. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. „Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir þann ómetanlega stuðning sem þið hafið veitt mér á minni vegferð. Ég stend í dag á tímamótum, þar sem ég hef lokið 3 ára endurhæfingu eftir tvöfalda handaágræðslu, sem aldrei hefði verið möguleg, nema fyrir einstakan stuðning og samstöðu Íslensku þjóðarinnar,“ segir í framboðstilkynningu Guðmundar Felix. Hann segist hafa staðið á krossgötum í lífi sínu fyrir tuttugu árum, þegar hann missti báða handleggi í vinnuslysi. „Ég gat haldið áfram á þeirri stefnu sem ég var og mætt óumflýjanlegum örlögum mínum eða breytt henni með því að horfast heiðarlega í augu við sjálfan mig og spyrja hver ég vildi vera og hvert ég vildi stefna. Það varð mér fljótlega ljóst að ef ég vildi eiga gott og innihaldsríkt líf þurfti ég að láta af sumum þeirra hugmynda sem ég hafði og tileinka mér aðrar.“ Fyrstur til að fá tvo heila handleggi grædda á sig Guðmundur Felix segir að sjálfsvorkunn yfir þeirri stöðu hans hefði verið til þess fallin að afla honum samúðar en ekkert gert til þess að koma honum á betri stað. Hvernig honum leið hafi verið vísbending um hvað mætti betur fara en ekki áttaviti til að byggja lífið á. „Gott og innihaldsríkt líf er ekki laust við sorgir og sársauka. Líf sem hafði þann eina tilgang að líða aðeins betur var dæmt til glötunar. En með því að nálgast lífið út frá því hvað ég gæti lagt að mörkum í stað þess hvað ég gæti fengið út úr því, reyndist lykillinn að hamingjunni. Það var ljóst að heimurinn og fólkið í honum var ekki að fara að aðlagast mínum óskum. Ég þurfti að byggja upp karakter út frá því sem ég taldi gott og rétt. Að vera góð manneskja er persónueinkenni, ekki dyggðarskraut.“ Með þessi gildi að leiðarljósi hafi hann hafið vegferð sem varð til þess að hann varð fyrsti einstaklingurinn í heiminum til að fá ágrædda tvo heila handleggi frá öxlum. Undanfarin ár sérkennileg Guðmundur Felix segir að undanfarin ár hafi verið sérkennileg í samskiptum manna og skautun samfélagsins aukist dag frá degi. „Lýðræðislegar samræður hafa vikið fyrir óbilgirni. Deilur ganga ekki út á að finna sameiginlega lausn heldur er allt kapp lagt á að vinna og helst niðurlægja. Samfélagsumræðu er í æ meiri mæli stjórnað af jaðarhópum sitthvoru megin á hinu pólitíska litrófi. Saklausar vangaveltur um eðli hluta eru teknar sem afstöður og fólki er skipað í fylkingar að því forspurðu.“ Þá segir hann að Ísland og jafnvel heimsbyggðin öll sé á svipuðum stað og hann var á fyrir rúmum tuttugu árum. „Við getum haldið áfram á sömu braut í átt að óumflýjanlegum örlögum okkar eða við segjum stopp hér og tökum nýja stefnu. Ég trúi því að við séum nógu mörg á miðjunni sem er annt um okkar samfélag og erum tilbúin að axla þá ábyrgð sem til þarf. Einstaklingar sem geta tekið við hatri og neikvæðni án þess að þurfa að bera það áfram. Einstaklingar sem geta borið höfuðið hátt og sagt, „hatrið stoppar hjá mér.““ Getum ekki treyst á þetta reddist Guðmundur Felix segir nauðsynlegt að Íslendingar umvefji unga fólkið sitt með ábyrgri hegðun og góðum fordæmum. Taka þurfi ábyrgð á velferð þeirra með því að taka erfiðar ákvarðanir í stað þess að fara undan í flæmingi. Við getum ekki lengur látið þjóðarskútuna reka á reiðanum í veikri von um að „þetta reddist“. Í lýðræðisríki þurfi ekki allir að sjá heiminn í sama ljósi en við þurfum að vera samstíga með leikreglur, stefnu og gildismat. Við þurfum að skoða hvað það er í okkar samfélagi sem er gott og uppbyggilegt. Halda í það og sleppa öðru. Það skipti engu máli á hvaða farrými við ferðumst, það sé öllum til heilla að farartækið hangi saman. „Það er af þessum ástæðum sem ég býð mig fram. Embætti forseta Íslands er í hugum flestra sameiningartákn og líf mitt er bókstaflega holdgerfingur þess hvers Íslendingar eru megnugir þegar við tökum höndum saman. Atkvæði greitt til mín ætti að virka sem áminning fyrir alla, hvort heldur innanlands sem utan, að það er alltaf von og það er alltaf leið.“ Loks segir hann að næstu vikurnar verði hann á ferð og flugi um Ísland að kynna sig og safna undirskriftum. Hann hvetji fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem hafa tök á að bjóða sér í spjall að senda tölvupóst á hallo@forseti24.is. „Ég hlakka til að fá loksins að taka í höndina á ykkur sem flestum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
„Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir þann ómetanlega stuðning sem þið hafið veitt mér á minni vegferð. Ég stend í dag á tímamótum, þar sem ég hef lokið 3 ára endurhæfingu eftir tvöfalda handaágræðslu, sem aldrei hefði verið möguleg, nema fyrir einstakan stuðning og samstöðu Íslensku þjóðarinnar,“ segir í framboðstilkynningu Guðmundar Felix. Hann segist hafa staðið á krossgötum í lífi sínu fyrir tuttugu árum, þegar hann missti báða handleggi í vinnuslysi. „Ég gat haldið áfram á þeirri stefnu sem ég var og mætt óumflýjanlegum örlögum mínum eða breytt henni með því að horfast heiðarlega í augu við sjálfan mig og spyrja hver ég vildi vera og hvert ég vildi stefna. Það varð mér fljótlega ljóst að ef ég vildi eiga gott og innihaldsríkt líf þurfti ég að láta af sumum þeirra hugmynda sem ég hafði og tileinka mér aðrar.“ Fyrstur til að fá tvo heila handleggi grædda á sig Guðmundur Felix segir að sjálfsvorkunn yfir þeirri stöðu hans hefði verið til þess fallin að afla honum samúðar en ekkert gert til þess að koma honum á betri stað. Hvernig honum leið hafi verið vísbending um hvað mætti betur fara en ekki áttaviti til að byggja lífið á. „Gott og innihaldsríkt líf er ekki laust við sorgir og sársauka. Líf sem hafði þann eina tilgang að líða aðeins betur var dæmt til glötunar. En með því að nálgast lífið út frá því hvað ég gæti lagt að mörkum í stað þess hvað ég gæti fengið út úr því, reyndist lykillinn að hamingjunni. Það var ljóst að heimurinn og fólkið í honum var ekki að fara að aðlagast mínum óskum. Ég þurfti að byggja upp karakter út frá því sem ég taldi gott og rétt. Að vera góð manneskja er persónueinkenni, ekki dyggðarskraut.“ Með þessi gildi að leiðarljósi hafi hann hafið vegferð sem varð til þess að hann varð fyrsti einstaklingurinn í heiminum til að fá ágrædda tvo heila handleggi frá öxlum. Undanfarin ár sérkennileg Guðmundur Felix segir að undanfarin ár hafi verið sérkennileg í samskiptum manna og skautun samfélagsins aukist dag frá degi. „Lýðræðislegar samræður hafa vikið fyrir óbilgirni. Deilur ganga ekki út á að finna sameiginlega lausn heldur er allt kapp lagt á að vinna og helst niðurlægja. Samfélagsumræðu er í æ meiri mæli stjórnað af jaðarhópum sitthvoru megin á hinu pólitíska litrófi. Saklausar vangaveltur um eðli hluta eru teknar sem afstöður og fólki er skipað í fylkingar að því forspurðu.“ Þá segir hann að Ísland og jafnvel heimsbyggðin öll sé á svipuðum stað og hann var á fyrir rúmum tuttugu árum. „Við getum haldið áfram á sömu braut í átt að óumflýjanlegum örlögum okkar eða við segjum stopp hér og tökum nýja stefnu. Ég trúi því að við séum nógu mörg á miðjunni sem er annt um okkar samfélag og erum tilbúin að axla þá ábyrgð sem til þarf. Einstaklingar sem geta tekið við hatri og neikvæðni án þess að þurfa að bera það áfram. Einstaklingar sem geta borið höfuðið hátt og sagt, „hatrið stoppar hjá mér.““ Getum ekki treyst á þetta reddist Guðmundur Felix segir nauðsynlegt að Íslendingar umvefji unga fólkið sitt með ábyrgri hegðun og góðum fordæmum. Taka þurfi ábyrgð á velferð þeirra með því að taka erfiðar ákvarðanir í stað þess að fara undan í flæmingi. Við getum ekki lengur látið þjóðarskútuna reka á reiðanum í veikri von um að „þetta reddist“. Í lýðræðisríki þurfi ekki allir að sjá heiminn í sama ljósi en við þurfum að vera samstíga með leikreglur, stefnu og gildismat. Við þurfum að skoða hvað það er í okkar samfélagi sem er gott og uppbyggilegt. Halda í það og sleppa öðru. Það skipti engu máli á hvaða farrými við ferðumst, það sé öllum til heilla að farartækið hangi saman. „Það er af þessum ástæðum sem ég býð mig fram. Embætti forseta Íslands er í hugum flestra sameiningartákn og líf mitt er bókstaflega holdgerfingur þess hvers Íslendingar eru megnugir þegar við tökum höndum saman. Atkvæði greitt til mín ætti að virka sem áminning fyrir alla, hvort heldur innanlands sem utan, að það er alltaf von og það er alltaf leið.“ Loks segir hann að næstu vikurnar verði hann á ferð og flugi um Ísland að kynna sig og safna undirskriftum. Hann hvetji fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem hafa tök á að bjóða sér í spjall að senda tölvupóst á hallo@forseti24.is. „Ég hlakka til að fá loksins að taka í höndina á ykkur sem flestum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira