Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 16:00 Óhætt er að segja að stórskotalið bíði átekta á hliðarlínunni en þau myndu óneitanlega setja lit sinn á þegar fjölskrúðugan hóp forsetaefna: Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Jakob Frímann og Steinunn Ólína. vísir/samsett Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. „Þó hafa alltaf einhverjir farið af stað að stafna undirskriftum sem ekki hafa síðan skilað inn framboði þegar framboðsfresti lýkur,“ segir Brynhildur. Í raun er um tvo aðskilda ferla að ræða, fyrst þarf að safna meðmælum og svo framboði. Þannig er ónákvæmt að tala um að þeir sextíu séu í forsetaframboði, þessir sextíu eru nú að safna meðmælum og ef þeir ná tilskyldum fjölda meðmælenda. „Það er formlegt ferli þar sem forsetaefni þarf að tilkynna um framboð, undirrita að viðkomandi vilji fara í framboð og sé með nægjanlegan fjölda meðmæla. Landskjörstjórn mun taka við þessum framboðum þann 26. apríl.“ Stórskotalið á hliðarlínunni Þegar rennt er yfir listann þá eru þar mörg nöfn sem almennt eru ekki þekkt. Þeir sem þó hafa látið til sín taka og mega heita þekktir eru Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir. Óhætt er að segja að þessir séu komnir misvel á veg með sín framboðsmál og eins má segja að þeir megi heita mislíkleg til að ná inn á Bessastaði. Svo er það sem yfir þeim vofir – þeir sem enn eru undir feldi en eru farnir að láta á sér bæra; Jakob Frímann Magnússon þing- og Stuðmaður er á framboðsskóm, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki enn búin að ákveða sig hvort hún ætlar fram en veruleg spenna er um það hvað hún ákveður. Né heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona sem ætlar örugglega að bjóða sig fram gefi Katrín kost á sér. Þá ætlar Jón Gnarr grínari að birta sérstakt myndband í kvöld þar sem hann mun greina frá því hvort hann láti slag standa. Auk þessara má nefna að Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er heit fyrir framboði. Alltaf einhver hreyfing á listanum Framboðsfrestur er til klukkan tólf á hádegi þann 26. apríl og eftir þann tíma kemur í ljós hverjir verða í kjöri til forseta Íslands. Um það var rætt að vegna óljósrar framsetningar hafi margir meldað sig inn sem forsetaefni fyrir mistök. Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og ekki verður betur séð en þetta sé aðgengilegt og einfalt. Engu að síður eru þarna enn 60 manns. Er mikið mál að láta fjarlægja sig af lista? „Það er mjög lítið mál að hætta við söfnun undirskrifta, einstaklingar gera það sjálfir á Mínum síðum á Ísland.is. Landskjörstjórn og Þjóðskrá geta aðstoðað fólk ef það lendir í vandræðum með að hætta við söfnunina.“ Brynhildur segir alltaf einhverja hreyfingu á lista, fólk bætist við og einhverjir hætta við. Yfir páskana bættust tíu einstaklingar við á lista. „Söfnuninni lýkur klukkan 12:00 þann 26. apríl, en það er sami tími og þegar framboðsfrestur rennur út.“ Nánar verður fjallað um komandi forsetakostningar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31. mars 2024 22:03 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
„Þó hafa alltaf einhverjir farið af stað að stafna undirskriftum sem ekki hafa síðan skilað inn framboði þegar framboðsfresti lýkur,“ segir Brynhildur. Í raun er um tvo aðskilda ferla að ræða, fyrst þarf að safna meðmælum og svo framboði. Þannig er ónákvæmt að tala um að þeir sextíu séu í forsetaframboði, þessir sextíu eru nú að safna meðmælum og ef þeir ná tilskyldum fjölda meðmælenda. „Það er formlegt ferli þar sem forsetaefni þarf að tilkynna um framboð, undirrita að viðkomandi vilji fara í framboð og sé með nægjanlegan fjölda meðmæla. Landskjörstjórn mun taka við þessum framboðum þann 26. apríl.“ Stórskotalið á hliðarlínunni Þegar rennt er yfir listann þá eru þar mörg nöfn sem almennt eru ekki þekkt. Þeir sem þó hafa látið til sín taka og mega heita þekktir eru Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir. Óhætt er að segja að þessir séu komnir misvel á veg með sín framboðsmál og eins má segja að þeir megi heita mislíkleg til að ná inn á Bessastaði. Svo er það sem yfir þeim vofir – þeir sem enn eru undir feldi en eru farnir að láta á sér bæra; Jakob Frímann Magnússon þing- og Stuðmaður er á framboðsskóm, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki enn búin að ákveða sig hvort hún ætlar fram en veruleg spenna er um það hvað hún ákveður. Né heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona sem ætlar örugglega að bjóða sig fram gefi Katrín kost á sér. Þá ætlar Jón Gnarr grínari að birta sérstakt myndband í kvöld þar sem hann mun greina frá því hvort hann láti slag standa. Auk þessara má nefna að Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er heit fyrir framboði. Alltaf einhver hreyfing á listanum Framboðsfrestur er til klukkan tólf á hádegi þann 26. apríl og eftir þann tíma kemur í ljós hverjir verða í kjöri til forseta Íslands. Um það var rætt að vegna óljósrar framsetningar hafi margir meldað sig inn sem forsetaefni fyrir mistök. Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og ekki verður betur séð en þetta sé aðgengilegt og einfalt. Engu að síður eru þarna enn 60 manns. Er mikið mál að láta fjarlægja sig af lista? „Það er mjög lítið mál að hætta við söfnun undirskrifta, einstaklingar gera það sjálfir á Mínum síðum á Ísland.is. Landskjörstjórn og Þjóðskrá geta aðstoðað fólk ef það lendir í vandræðum með að hætta við söfnunina.“ Brynhildur segir alltaf einhverja hreyfingu á lista, fólk bætist við og einhverjir hætta við. Yfir páskana bættust tíu einstaklingar við á lista. „Söfnuninni lýkur klukkan 12:00 þann 26. apríl, en það er sami tími og þegar framboðsfrestur rennur út.“ Nánar verður fjallað um komandi forsetakostningar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31. mars 2024 22:03 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31. mars 2024 22:03
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00