Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 16:00 Óhætt er að segja að stórskotalið bíði átekta á hliðarlínunni en þau myndu óneitanlega setja lit sinn á þegar fjölskrúðugan hóp forsetaefna: Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Jakob Frímann og Steinunn Ólína. vísir/samsett Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. „Þó hafa alltaf einhverjir farið af stað að stafna undirskriftum sem ekki hafa síðan skilað inn framboði þegar framboðsfresti lýkur,“ segir Brynhildur. Í raun er um tvo aðskilda ferla að ræða, fyrst þarf að safna meðmælum og svo framboði. Þannig er ónákvæmt að tala um að þeir sextíu séu í forsetaframboði, þessir sextíu eru nú að safna meðmælum og ef þeir ná tilskyldum fjölda meðmælenda. „Það er formlegt ferli þar sem forsetaefni þarf að tilkynna um framboð, undirrita að viðkomandi vilji fara í framboð og sé með nægjanlegan fjölda meðmæla. Landskjörstjórn mun taka við þessum framboðum þann 26. apríl.“ Stórskotalið á hliðarlínunni Þegar rennt er yfir listann þá eru þar mörg nöfn sem almennt eru ekki þekkt. Þeir sem þó hafa látið til sín taka og mega heita þekktir eru Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir. Óhætt er að segja að þessir séu komnir misvel á veg með sín framboðsmál og eins má segja að þeir megi heita mislíkleg til að ná inn á Bessastaði. Svo er það sem yfir þeim vofir – þeir sem enn eru undir feldi en eru farnir að láta á sér bæra; Jakob Frímann Magnússon þing- og Stuðmaður er á framboðsskóm, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki enn búin að ákveða sig hvort hún ætlar fram en veruleg spenna er um það hvað hún ákveður. Né heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona sem ætlar örugglega að bjóða sig fram gefi Katrín kost á sér. Þá ætlar Jón Gnarr grínari að birta sérstakt myndband í kvöld þar sem hann mun greina frá því hvort hann láti slag standa. Auk þessara má nefna að Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er heit fyrir framboði. Alltaf einhver hreyfing á listanum Framboðsfrestur er til klukkan tólf á hádegi þann 26. apríl og eftir þann tíma kemur í ljós hverjir verða í kjöri til forseta Íslands. Um það var rætt að vegna óljósrar framsetningar hafi margir meldað sig inn sem forsetaefni fyrir mistök. Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og ekki verður betur séð en þetta sé aðgengilegt og einfalt. Engu að síður eru þarna enn 60 manns. Er mikið mál að láta fjarlægja sig af lista? „Það er mjög lítið mál að hætta við söfnun undirskrifta, einstaklingar gera það sjálfir á Mínum síðum á Ísland.is. Landskjörstjórn og Þjóðskrá geta aðstoðað fólk ef það lendir í vandræðum með að hætta við söfnunina.“ Brynhildur segir alltaf einhverja hreyfingu á lista, fólk bætist við og einhverjir hætta við. Yfir páskana bættust tíu einstaklingar við á lista. „Söfnuninni lýkur klukkan 12:00 þann 26. apríl, en það er sami tími og þegar framboðsfrestur rennur út.“ Nánar verður fjallað um komandi forsetakostningar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31. mars 2024 22:03 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Þó hafa alltaf einhverjir farið af stað að stafna undirskriftum sem ekki hafa síðan skilað inn framboði þegar framboðsfresti lýkur,“ segir Brynhildur. Í raun er um tvo aðskilda ferla að ræða, fyrst þarf að safna meðmælum og svo framboði. Þannig er ónákvæmt að tala um að þeir sextíu séu í forsetaframboði, þessir sextíu eru nú að safna meðmælum og ef þeir ná tilskyldum fjölda meðmælenda. „Það er formlegt ferli þar sem forsetaefni þarf að tilkynna um framboð, undirrita að viðkomandi vilji fara í framboð og sé með nægjanlegan fjölda meðmæla. Landskjörstjórn mun taka við þessum framboðum þann 26. apríl.“ Stórskotalið á hliðarlínunni Þegar rennt er yfir listann þá eru þar mörg nöfn sem almennt eru ekki þekkt. Þeir sem þó hafa látið til sín taka og mega heita þekktir eru Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir. Óhætt er að segja að þessir séu komnir misvel á veg með sín framboðsmál og eins má segja að þeir megi heita mislíkleg til að ná inn á Bessastaði. Svo er það sem yfir þeim vofir – þeir sem enn eru undir feldi en eru farnir að láta á sér bæra; Jakob Frímann Magnússon þing- og Stuðmaður er á framboðsskóm, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki enn búin að ákveða sig hvort hún ætlar fram en veruleg spenna er um það hvað hún ákveður. Né heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona sem ætlar örugglega að bjóða sig fram gefi Katrín kost á sér. Þá ætlar Jón Gnarr grínari að birta sérstakt myndband í kvöld þar sem hann mun greina frá því hvort hann láti slag standa. Auk þessara má nefna að Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er heit fyrir framboði. Alltaf einhver hreyfing á listanum Framboðsfrestur er til klukkan tólf á hádegi þann 26. apríl og eftir þann tíma kemur í ljós hverjir verða í kjöri til forseta Íslands. Um það var rætt að vegna óljósrar framsetningar hafi margir meldað sig inn sem forsetaefni fyrir mistök. Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og ekki verður betur séð en þetta sé aðgengilegt og einfalt. Engu að síður eru þarna enn 60 manns. Er mikið mál að láta fjarlægja sig af lista? „Það er mjög lítið mál að hætta við söfnun undirskrifta, einstaklingar gera það sjálfir á Mínum síðum á Ísland.is. Landskjörstjórn og Þjóðskrá geta aðstoðað fólk ef það lendir í vandræðum með að hætta við söfnunina.“ Brynhildur segir alltaf einhverja hreyfingu á lista, fólk bætist við og einhverjir hætta við. Yfir páskana bættust tíu einstaklingar við á lista. „Söfnuninni lýkur klukkan 12:00 þann 26. apríl, en það er sami tími og þegar framboðsfrestur rennur út.“ Nánar verður fjallað um komandi forsetakostningar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31. mars 2024 22:03 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31. mars 2024 22:03
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00