Veður

Él norðan­til en bjart­viðri suð­vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir að hiti verði fimm stig við suðurströndina að deginum.
Gera má ráð fyrir að hiti verði fimm stig við suðurströndina að deginum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt á landinu, éljum á norðanverðu landinu en bjartviðri suðvestantil.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og verði víða léttskýjað síðdegis. Fremur kalt verður í veðri, en hiti að fimm stigum við suðurströndina að deginum.

„Hæg breytileg átt á morgun, miðvikudag og ætti þá að sjást til sólar víða um land, þykknar upp um landið vestavert og sums staðar él um kvöldið.

Á fimmtudag má búast við dálitlum éljum við vesturströndina, en ætti að vera þurrt í öðrum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg breytileg átt og skýjaðu, en bjart að mestu sunnan jökla. Frost víða 1 til 7 stig, en frostlaust sunnantil að deginum.

Á fimmtudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él við vesturströndina. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Fremur hæg norðaustanátt með dálitlum éljum, en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti svipaður.

Á laugardag: Vaxandi norðaustanátt með éljum, einkum austantil, en víða bjartviðri suðvestantil. Heldur kólnandi í bili.

Á sunnudag: Norðanátt og él á norðanverðu landinu, en bjart og þurrt syðra. Frost um mest allt land.

Á mánudag: Útlit fyfir minnkandi norðlæga átt, skýjað og dálítil él, en lengst af þurrt og bjart fyrir sunnan. Hlýnar heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×