Hugsanleg framboðslén stofnuð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 08:47 Lénin katrinjakobs.is og hallahrund.is hafa verið stofnuð en enginn veit hvort um framboðssíður sé að ræða eða ekki. Vísir/Samsett Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira