Randers vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun, 6-2, en liðin voru jöfn að stigum fyrir hann. Randers komst upp fyrir OB og í efsta sætið í neðri hlutanum með þessum stórsigri.
Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Lyngby í leiknum og tveir þeirra bjuggu til mark í fyrri hálfleiknum.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í uppbótatíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Kolbeini Birgi Finnssyni.
Þá var staðan hins vegar orðin 3-0 fyrir heimamenn sem komust síðan í 5-1 með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks.
Hinn 21 árs gamli Mohammed Fuseini skoraði þrennu fyrir Randers þar mörk með þriggja mínútna millibili í byrjun seinni hálfleiks.
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Ati Magnússon voru báðir teknir af velli á 58. mínútu í stöðunni 1-6. Andri Lucas fór af velli á 79. mínútu.
Lyngby minnkaði muninn í uppbótatíma með marki Magnus Jensen.
Andri Lucas var að skora í öðrum leiknum í röð og er alls kominn með níu deildarmörk í nítján leikjum á tímabilinu.