Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 22:52 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði slökkvistarf á gróðureldum við gosstöðvarnar hafa gengið vel í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum. Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum.
Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira