Fengu fullkomið veður við áratugalanga hefð í Hvalfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2024 19:31 Kristín Einarsdóttir er öllu vön við kræklingatínslu. Í skottinu á bílnum voru stólar og borð. Allt til alls. Vísir/Kolbeinn Tumi Sólin hefur skinið skært á suðvesturhorninu í dag og margir nýttu góða veðrið í útiveru. Þar á meðal ferðalangar í Hvalfirði sem tíndu krækling í fjörunni á meðan þeir fylltu á D-vítamín tankinn. Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað. Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað.
Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira