Enska götublaðið Daily Mail greinir frá. Þar segir að breytingar séu á döfinni þó Boehly fái að sitja í núverandi stöðu allt til ársins 2027. Þá mun nýr stjórnarformaður taka við. Boehly fær enn að eiga hlut í félaginu, óski hans þess, en hann mun tapa stöðu sinni sem stjórnarformaður þess.
EXCLUSIVE
— Mail Sport (@MailSport) March 28, 2024
Todd Boehly will be REMOVED as Chelsea chairman in 2027 as majority owners Clearlake plan to switch to new figurehead
@MikeKeegan_DM
Read more
Í frétt Daily Mail segir að það sé samþykkt meðal eigandahóps Chelsea að hægt sé að skipta um meðeiganda á fimm ára fresti. Þar sem það verða komin fimm ár síðan sjóðurinn keypti félagið árið 2027 sé þegar búið að ákveða að Boehly fái sparkið.
Sem stendur á Boehly minnihluta í fyrirtækinu en hann deildir 38,5 prósent eignarhlut með Hansjörg Wyss og Mark Walter. Restina eiga þeir Behdad Eghbali og José E. Feliciano, eigendur Clearlake Capital.
Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig að loknum 27 leikjum.