Fjölskylda í norðurljósaleit hrakin á brott af leiðsögumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2024 22:18 Katrín Harpa ætlaði að horfa á Norðurljósin með fjölskyldu sinni þegar leiðsögumenn frá Superjeep vísuðu þeim í burtu. Vísir/Vilhelm/Aðsent Fjölskylda sem ætlaði sér að horfa á norðurljósin á slóða rétt hjá Litlu kaffistofunni var rekin í burtu af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis. Mennirnir sökuðu fjölskylduna um að ónáða fólk sem hefði borgað dýrum dómi fyrir norðurljósaferð. Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta. Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta.
Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda