Menn fái sér páskaegg númer tvö en ekki tíu Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 09:30 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er brattur fyrir stórleik liðsins á laugardaginn í Evrópubikarnum í handbolta. Sæti í undanúrslitum er í boði. Vísir/Arnar Halldórsson Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugardaginn kemur, tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Stórleikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðarenda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undirbúning sinna manna með hefðbundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páskaeggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páskaegg númer tvö frekar en tíu. Valur vann eins marks sigur á Steaua Búkarest, 36-35, í fyrri viðureign liðanna úti í Rúmeníu á dögunum en samanlögð úrslit úr tveimur leikjum liðanna munu skera úr um hvort liðið heldur áfram í undanúrslit Evrópubikarsins. „Þetta er svipaður andstæðingur og við höfum verið að mæta í Evrópukeppninni hingað til. Lið með fjóra stóra og þunga línumenn innan sinna raða, meðal annars landsliðsmann frá Svartfjallalandi. Þá er þetta lið með góðan markmann og góða hornamenn. Ákveðin breidd af leikmönnum.“ Gott lið sem á skilið virðingu Steaua Búkarest hefur hins vegar verið í ákveðnum meiðslavandræðum í allan vetur. „Það hefur einhvern vegin alltaf vantað einhverja tvo til þrjá leikmenn í liðið. Það hefur gert okkur erfitt fyrir í því að greina leik þessa liðs milli leikja. Við héldum því smá inn í óvissuna þegar að kom að fyrri leik okkar við þá á dögunum.“ Sá leikur byrjaði hins vegar vel fyrir Valsmenn sem voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. „Áttum að vera svona fimm til sex mörkum yfir á þeim tímapunkti. Svo þróaðist seinni hálfleikurinn þannig að það var bara gott að geta klárað hann með þessa eins marks forystu. Þetta er bara gott lið sem við þurfum að bera mikla virðingu fyrir og spila mjög vel gegn á laugardaginn kemur til þess að komast áfram í undanúrslit.“ Benedikt Gunnar hefur farið á kostum í liði Vals á tímabilinu. Þetta er hans síðasta tímabil hér á landi, í bili hið minnsta. Hann hefur samið við norska meistaraliðið KolstadVísir/Hulda Margrét Hvað er það svona einna helst í leik þinna manna sem þið þurfið að hafa á hreinu? „Við þurfum að spila betri vörn en við vorum að gera í seinni hálfleik á móti þeim í fyrri leiknum. Við fengum á okkur allt of mikið af mörkum þar. Þá kannski sérstaklega úr hraðaupphlaupum. Við skorum sjálfir mikið af mörkum í leiknum og náðum heilt yfir að stýra leiknum meira, það voru fleiri tæknifeilar hjá þeim. Við lifum dálítið á því að geta hlaupið sem mest á svona andstæðinga sem eru stærri og sterkari en við. Sóknarlega eigum við meira inni. Þrátt fyrir að við höfum skorað meira en þeir í fyrri leiknum. Þetta þarf bara að vera okkar leikur. Það þarf að vera stemning í húsinu. Það eru undanúrslit í boði og við þurfum bara að gera þetta almennilega. Við komust í undanúrslit tímabilið 2016/17. Við viljum komast þangað aftur og þurfum bara hörkuleik.“ Þá lýsir Óskar Bjarni yfir mikilli ánægju með það hvernig staðið er að hlutunum hjá Val í tengslum við þátttöku liðsins í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Stjórn handknattleiksdeildarinnar og sjálfboðaliðar hafa skapað alvöru umgjörð í kringum þessa leiki. Við viljum fara sem lengst núna í ár.“ Valsmenn þurfa á góðum stuðningi að halda í N1 höllinni á laugardaginn kemur. Vísir/Hulda Margrét Mega gæða sér á páskaeggi Það hefur verið í nógu að snúast hjá Valsmönnum upp á síðkastið og fjórir leikir á dagskrá liðsins næstu rúmu vikuna. Valur varð bikarmeistari á dögunum og berst nú við topp Olís deildarinnar auk þess sem Evrópuævintýrið fer að ná hápunkti. Góður hausverkur fyrir Óskar Bjarna að halda liðinu í sem besta standi svo lengi sem leikmenn haldast heilir. „Það er mest gaman í þessu starfi að spila alla þessa leiki. Maður þarf að bera virðingu fyrir öllum verkefnum, gera þetta almennilega. Þetta er gaman en smá kúnst. Strákarnir eru orðnir vanir þessu.“ Valsmenn hafa geta leyft sér að fagna mikið hingað til á tímabilinu. Hver veit? Kannski fagna þeir sæti í undanúrslitum Evrópubikarsins á laugardaginn kemurVísir/Hulda Margrét Í þessari þéttu leikjadagskrá, eru það fyrirmæli frá þjálfaranum að leikmenn haldi sig frá páskaeggja áti? „Nei, nei. Bara að fá sér páskaegg og lifa venjulegu lífi. Þetta verður að vera þannig. Leikmenn missa hins vegar dálítinn frítíma. Þetta er bara handbolti næstu daga. En við elskum handbolta, þetta er bara gaman. Kannski bara best að menn fái sér egg númer tvö en ekki tíu.“ Leikur Vals og Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta fer fram í N1 höllinni að hlíðarenda klukkan sex á laugardaginn kemur. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Valur vann eins marks sigur á Steaua Búkarest, 36-35, í fyrri viðureign liðanna úti í Rúmeníu á dögunum en samanlögð úrslit úr tveimur leikjum liðanna munu skera úr um hvort liðið heldur áfram í undanúrslit Evrópubikarsins. „Þetta er svipaður andstæðingur og við höfum verið að mæta í Evrópukeppninni hingað til. Lið með fjóra stóra og þunga línumenn innan sinna raða, meðal annars landsliðsmann frá Svartfjallalandi. Þá er þetta lið með góðan markmann og góða hornamenn. Ákveðin breidd af leikmönnum.“ Gott lið sem á skilið virðingu Steaua Búkarest hefur hins vegar verið í ákveðnum meiðslavandræðum í allan vetur. „Það hefur einhvern vegin alltaf vantað einhverja tvo til þrjá leikmenn í liðið. Það hefur gert okkur erfitt fyrir í því að greina leik þessa liðs milli leikja. Við héldum því smá inn í óvissuna þegar að kom að fyrri leik okkar við þá á dögunum.“ Sá leikur byrjaði hins vegar vel fyrir Valsmenn sem voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. „Áttum að vera svona fimm til sex mörkum yfir á þeim tímapunkti. Svo þróaðist seinni hálfleikurinn þannig að það var bara gott að geta klárað hann með þessa eins marks forystu. Þetta er bara gott lið sem við þurfum að bera mikla virðingu fyrir og spila mjög vel gegn á laugardaginn kemur til þess að komast áfram í undanúrslit.“ Benedikt Gunnar hefur farið á kostum í liði Vals á tímabilinu. Þetta er hans síðasta tímabil hér á landi, í bili hið minnsta. Hann hefur samið við norska meistaraliðið KolstadVísir/Hulda Margrét Hvað er það svona einna helst í leik þinna manna sem þið þurfið að hafa á hreinu? „Við þurfum að spila betri vörn en við vorum að gera í seinni hálfleik á móti þeim í fyrri leiknum. Við fengum á okkur allt of mikið af mörkum þar. Þá kannski sérstaklega úr hraðaupphlaupum. Við skorum sjálfir mikið af mörkum í leiknum og náðum heilt yfir að stýra leiknum meira, það voru fleiri tæknifeilar hjá þeim. Við lifum dálítið á því að geta hlaupið sem mest á svona andstæðinga sem eru stærri og sterkari en við. Sóknarlega eigum við meira inni. Þrátt fyrir að við höfum skorað meira en þeir í fyrri leiknum. Þetta þarf bara að vera okkar leikur. Það þarf að vera stemning í húsinu. Það eru undanúrslit í boði og við þurfum bara að gera þetta almennilega. Við komust í undanúrslit tímabilið 2016/17. Við viljum komast þangað aftur og þurfum bara hörkuleik.“ Þá lýsir Óskar Bjarni yfir mikilli ánægju með það hvernig staðið er að hlutunum hjá Val í tengslum við þátttöku liðsins í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Stjórn handknattleiksdeildarinnar og sjálfboðaliðar hafa skapað alvöru umgjörð í kringum þessa leiki. Við viljum fara sem lengst núna í ár.“ Valsmenn þurfa á góðum stuðningi að halda í N1 höllinni á laugardaginn kemur. Vísir/Hulda Margrét Mega gæða sér á páskaeggi Það hefur verið í nógu að snúast hjá Valsmönnum upp á síðkastið og fjórir leikir á dagskrá liðsins næstu rúmu vikuna. Valur varð bikarmeistari á dögunum og berst nú við topp Olís deildarinnar auk þess sem Evrópuævintýrið fer að ná hápunkti. Góður hausverkur fyrir Óskar Bjarna að halda liðinu í sem besta standi svo lengi sem leikmenn haldast heilir. „Það er mest gaman í þessu starfi að spila alla þessa leiki. Maður þarf að bera virðingu fyrir öllum verkefnum, gera þetta almennilega. Þetta er gaman en smá kúnst. Strákarnir eru orðnir vanir þessu.“ Valsmenn hafa geta leyft sér að fagna mikið hingað til á tímabilinu. Hver veit? Kannski fagna þeir sæti í undanúrslitum Evrópubikarsins á laugardaginn kemurVísir/Hulda Margrét Í þessari þéttu leikjadagskrá, eru það fyrirmæli frá þjálfaranum að leikmenn haldi sig frá páskaeggja áti? „Nei, nei. Bara að fá sér páskaegg og lifa venjulegu lífi. Þetta verður að vera þannig. Leikmenn missa hins vegar dálítinn frítíma. Þetta er bara handbolti næstu daga. En við elskum handbolta, þetta er bara gaman. Kannski bara best að menn fái sér egg númer tvö en ekki tíu.“ Leikur Vals og Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta fer fram í N1 höllinni að hlíðarenda klukkan sex á laugardaginn kemur. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira