Kvika undir Öskju heldur áfram að þrýsta sér upp Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Askja og Öskjuvatn. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2 Eldstöðin Askja sýnir merki um að hún sé að búa sig undir gos. Þar varð skjálftahrina í gær og Veðurstofan sendi í dag frá sér tilkynningu um að landris haldi þar áfram. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Öskju en hún er ein mesta eldstöð landsins. Þegar slíkar hræringar greinast í henni eins og núna er eins gott að vera á varðbergi. Horft frá Öskju til suðurs í átt að Holuhrauni og Vatnajökli. Kverkfjöll fjær til vinstri og Dyngjujökull til hægri.RAX Askja sýndi það árið 1875, fyrir nærri 150 árum, hvað hún getur gert mikinn óskunda. Þá varð þar öflugt sprengigos með svo miklu öskufalli að fjöldi bæja á Austurlandi fór í eyði. Er það gos talið stærsti orsakavaldurinn fyrir því að þúsundir Íslendinga fluttu til Vesturheims. En Askja á líka til mildari gos eins og árið 1961, þegar síðast gaus þar. Þá varð þar hefðbundið hraungos sem stóð yfir í 5-6 vikur og olli engum skaða. Gígurinn Víti við Öskjuvatn myndaðist í sprengigosinu öfluga árið 1875.RAX Askja er megineldstöð og lengst inni í óbyggðum norðan Vatnajökuls. Og hún er sérlega vel vöktuð. Skjálftahrinan í gær varð í norðvesturhluta Öskju með stærsta skjálfta upp á þrjú og hálft stig. Veðurstofan sendi svo frá sér í dag gröf sem sýna hreyfingar á landinu sem mælast þar á gps-stöð, hreyfingar sem vísindamenn telja stafa af vaxandi kvikuþrýstingi. Eitt grafið sýnir færslu til norðurs frá því haustið 2021. Hún var sérstaklega mikil í fyrrasumar en svo datt hún niður í haust. En núna er hún byrjuð aftur. Annað graf sýnir svo færslur á landi til austurs á þessu sama tímabili. Séð yfir hluta Öskjuvatns. RAX En svo er það grafið sem sýnir landrisið. Þarna hefur landið verið að rísa undanfarin tvö ár, landrisið var raunar svo mikið síðastliðið sumar að Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vildi banna fólki að fara í Öskju. Það hægði svo á landrisinu síðastliðið haust en núna segir Veðurstofan að það sé byrjað aftur. Og núna er stóra spurningin: Hvað þarf þessi þrýstingur að byggjast mikið upp áður en þarna brýst upp eldgos? Svo gæti þetta auðvitað hjaðnað niður aftur. Veðurstofan segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun muni leiða það í ljós hvort hraði aflögunarinnar hafi aukist aftur. Áfram verði fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Almannavarnir Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Öskju en hún er ein mesta eldstöð landsins. Þegar slíkar hræringar greinast í henni eins og núna er eins gott að vera á varðbergi. Horft frá Öskju til suðurs í átt að Holuhrauni og Vatnajökli. Kverkfjöll fjær til vinstri og Dyngjujökull til hægri.RAX Askja sýndi það árið 1875, fyrir nærri 150 árum, hvað hún getur gert mikinn óskunda. Þá varð þar öflugt sprengigos með svo miklu öskufalli að fjöldi bæja á Austurlandi fór í eyði. Er það gos talið stærsti orsakavaldurinn fyrir því að þúsundir Íslendinga fluttu til Vesturheims. En Askja á líka til mildari gos eins og árið 1961, þegar síðast gaus þar. Þá varð þar hefðbundið hraungos sem stóð yfir í 5-6 vikur og olli engum skaða. Gígurinn Víti við Öskjuvatn myndaðist í sprengigosinu öfluga árið 1875.RAX Askja er megineldstöð og lengst inni í óbyggðum norðan Vatnajökuls. Og hún er sérlega vel vöktuð. Skjálftahrinan í gær varð í norðvesturhluta Öskju með stærsta skjálfta upp á þrjú og hálft stig. Veðurstofan sendi svo frá sér í dag gröf sem sýna hreyfingar á landinu sem mælast þar á gps-stöð, hreyfingar sem vísindamenn telja stafa af vaxandi kvikuþrýstingi. Eitt grafið sýnir færslu til norðurs frá því haustið 2021. Hún var sérstaklega mikil í fyrrasumar en svo datt hún niður í haust. En núna er hún byrjuð aftur. Annað graf sýnir svo færslur á landi til austurs á þessu sama tímabili. Séð yfir hluta Öskjuvatns. RAX En svo er það grafið sem sýnir landrisið. Þarna hefur landið verið að rísa undanfarin tvö ár, landrisið var raunar svo mikið síðastliðið sumar að Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vildi banna fólki að fara í Öskju. Það hægði svo á landrisinu síðastliðið haust en núna segir Veðurstofan að það sé byrjað aftur. Og núna er stóra spurningin: Hvað þarf þessi þrýstingur að byggjast mikið upp áður en þarna brýst upp eldgos? Svo gæti þetta auðvitað hjaðnað niður aftur. Veðurstofan segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun muni leiða það í ljós hvort hraði aflögunarinnar hafi aukist aftur. Áfram verði fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Almannavarnir Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53
Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33
Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55
„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15
„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00