Pétur hefur síðustu ár sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps auk þess sem hann starfaði sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu.
Geir Sveinsson lét af störfum sem bæjarstjóri í síðustu viku og sagði í aðsendri grein að hann væri þakklátur að losna undan eitraðri menningu minnihlutans. Geir fékk um þrettán milljónir í biðlaun og skerðast launin hans ekki fái hann annað starf.
Fréttin hefur verið uppfærð.