Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Vestra 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir haldi sér uppi. Gleðitár féllu þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka í úrslitaleik Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deildinni 30. september í fyrra. Ísfirðingar unnu leikinn 1-0 og eignuðust þar með efstu deildar lið í fyrsta sinn síðan 1983. Davíð Smári Lamude hefur fjórum sinnum komist upp um deild á stuttum þjálfaraferli.vísir/diego Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Kórdrengi og komið liðinu upp um þrjár deildir var Davíð Smári Lamude fenginn vestur og hann fór með Vestra upp í Bestu deildina í fyrstu tilraun. Ísfirðingar fóru nokkuð rólega af stað í fyrra en urðu betri eftir því sem á tímabilið leið. Vestri vann síðustu fimm leiki sína í Lengjudeildinni, sigraði Fjölni í undanúrslitum umspilsins og svo Aftureldingu í úrslitaleiknum með laglegu marki Ikers Hernández Ezquerro. Langri bið Vestfirðinga eftir sæti í efstu deild var því lokið. grafík/gunnar tumi Í aðdraganda þessa langþráða tímabils Vestra í Bestu deildinni hefur umræðan að mestu snúið að aðstöðuleysinu á Ísafirði og nýjum heimavelli sem enginn veit hvenær verður tilbúinn. Fyrstu þrír leikir Vestra verða á útivelli og það gæti reynst dýrt ef liðið þarf að spila heimaleiki sína annars staðar en á Ísafirði. Eins og allir bjuggust við sneri Andri Rúnar Bjarnason aftur heim í vetur og sömu sögu er að segja af Pétri Bjarnasyni. Þeir munu leiða sóknarleik Vestra ásamt Vladimir Tufegdzic og Benedikt Warén. grafík/gunnar tumi Vestri varð fyrir miklu áfalli þegar besti leikmaður liðsins í fyrra, Gustav Kjeldsen, sleit hásin í vetur. Í hans stað fengu nýliðarnir annan danskan miðvörð, Jeppe Gertsen. Þá kom sænskur markvörður með flotta ferilskrá, William Eskelinen, og Eiður Aron Sigurbjörnsson bættist svo við á lokaspretti undirbúningstímabilsins. Vestramenn leggja því mikið í sölurnar til að halda sér uppi og möguleikar þeirra eru ágætir. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur reyndar ekki verið merkilegt og Vestri vann ekki leik í Lengjubikarnum og skoraði bara þrjú mörk. Pétur Bjarnason er kominn aftur í Vestra.vísir/diego En Vestramenn eru nokkuð þéttan, en þó ekki breiðan, hóp og spila jafnan góðan varnarleik en ekkert lið fékk á sig færri mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Nýliðum fylgir jafnan stemmning og hún gæti fleytt Ísfirðingum langt. En til þess að hún nýtist sem best þurfa þeir að komast sem fyrst á sinn heimavöll. Eins og Herbert Guðmundsson sagði í „Vestfjarðaóðri“ sínum ætlar Vestri að dvelja lengur hér, í deild þeirra bestu. Til að það gerist þarf margt að ganga upp en Ísfirðingar virðast vera nokkuð klárir í slaginn erfiða í sumar. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Vestra 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir haldi sér uppi. Gleðitár féllu þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka í úrslitaleik Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deildinni 30. september í fyrra. Ísfirðingar unnu leikinn 1-0 og eignuðust þar með efstu deildar lið í fyrsta sinn síðan 1983. Davíð Smári Lamude hefur fjórum sinnum komist upp um deild á stuttum þjálfaraferli.vísir/diego Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Kórdrengi og komið liðinu upp um þrjár deildir var Davíð Smári Lamude fenginn vestur og hann fór með Vestra upp í Bestu deildina í fyrstu tilraun. Ísfirðingar fóru nokkuð rólega af stað í fyrra en urðu betri eftir því sem á tímabilið leið. Vestri vann síðustu fimm leiki sína í Lengjudeildinni, sigraði Fjölni í undanúrslitum umspilsins og svo Aftureldingu í úrslitaleiknum með laglegu marki Ikers Hernández Ezquerro. Langri bið Vestfirðinga eftir sæti í efstu deild var því lokið. grafík/gunnar tumi Í aðdraganda þessa langþráða tímabils Vestra í Bestu deildinni hefur umræðan að mestu snúið að aðstöðuleysinu á Ísafirði og nýjum heimavelli sem enginn veit hvenær verður tilbúinn. Fyrstu þrír leikir Vestra verða á útivelli og það gæti reynst dýrt ef liðið þarf að spila heimaleiki sína annars staðar en á Ísafirði. Eins og allir bjuggust við sneri Andri Rúnar Bjarnason aftur heim í vetur og sömu sögu er að segja af Pétri Bjarnasyni. Þeir munu leiða sóknarleik Vestra ásamt Vladimir Tufegdzic og Benedikt Warén. grafík/gunnar tumi Vestri varð fyrir miklu áfalli þegar besti leikmaður liðsins í fyrra, Gustav Kjeldsen, sleit hásin í vetur. Í hans stað fengu nýliðarnir annan danskan miðvörð, Jeppe Gertsen. Þá kom sænskur markvörður með flotta ferilskrá, William Eskelinen, og Eiður Aron Sigurbjörnsson bættist svo við á lokaspretti undirbúningstímabilsins. Vestramenn leggja því mikið í sölurnar til að halda sér uppi og möguleikar þeirra eru ágætir. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur reyndar ekki verið merkilegt og Vestri vann ekki leik í Lengjubikarnum og skoraði bara þrjú mörk. Pétur Bjarnason er kominn aftur í Vestra.vísir/diego En Vestramenn eru nokkuð þéttan, en þó ekki breiðan, hóp og spila jafnan góðan varnarleik en ekkert lið fékk á sig færri mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Nýliðum fylgir jafnan stemmning og hún gæti fleytt Ísfirðingum langt. En til þess að hún nýtist sem best þurfa þeir að komast sem fyrst á sinn heimavöll. Eins og Herbert Guðmundsson sagði í „Vestfjarðaóðri“ sínum ætlar Vestri að dvelja lengur hér, í deild þeirra bestu. Til að það gerist þarf margt að ganga upp en Ísfirðingar virðast vera nokkuð klárir í slaginn erfiða í sumar.
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01