Assange verður ekki framseldur strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 11:20 Julian Assange þarf að bíða enn lengur eftir niðurstöðu. Getty/Jack Taylor Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46