„Gasið hefur ekkert risið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 14:35 Eldgosið við Sundhnúkagíga. Vísir/Arnar Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur ennþá ofan í Melholsnámu og áfram er unnið að hækkun varnargarðanna. Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50