Saga tryggði sig í úrslit með sigri á deildarmeisturum Þórs Snorri Már Vagnsson skrifar 22. mars 2024 20:44 Kristófer "ADHD" Daði, Daníel "DOM" Örn, Bergur "Tight" Jóhannsson og Böðvar "Zolo" Breki, sigurvegarar leiksins. Á myndina vantar Alastair "xZeRq" Kristinn. SAGA sigraði Þór 2-0 í fyrsta leik úrslitahelgar Stórmeistaramótsins í Counter-Strike. Saga endaði deildarkeppnina í fjórða sæti en Þórsarar sigruðu deildina. Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Leikurinn var æsispennandi og endaði venjulegur leiktími jafn, 12-12. Leikurinn fór í framlengingu en enn var jafnt að henni lokinni. Í annarri framlengingu gerðu Saga þó ekki mistök og sigruðu leikinn að lokum, 15-19. Annar leikur viðureignarinnar fór fram á Anubis. Sögumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þriggja lota forystu en Þórsarar voru fljótir að jafna leikinn. Leikurinn reyndist afar jafn eins og sá fyrri, en staðan var 9-9 eftir átján lotur. Sigrar Þór urðu ekki fleiri og SAGA sigruðu því leikinn 9-13 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik Stórmeistaramótsins á morgun. Mótherjar Sögu munu ráðast í seinni leiks kvöldsins sem hefst nú kl. 21:00, NOCCO Dusty vs. Aurora. Stórmeistaramótinu lýkur annað kvöld með úrslitakvöldi á ARENA Gaming. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn
Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Leikurinn var æsispennandi og endaði venjulegur leiktími jafn, 12-12. Leikurinn fór í framlengingu en enn var jafnt að henni lokinni. Í annarri framlengingu gerðu Saga þó ekki mistök og sigruðu leikinn að lokum, 15-19. Annar leikur viðureignarinnar fór fram á Anubis. Sögumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þriggja lota forystu en Þórsarar voru fljótir að jafna leikinn. Leikurinn reyndist afar jafn eins og sá fyrri, en staðan var 9-9 eftir átján lotur. Sigrar Þór urðu ekki fleiri og SAGA sigruðu því leikinn 9-13 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik Stórmeistaramótsins á morgun. Mótherjar Sögu munu ráðast í seinni leiks kvöldsins sem hefst nú kl. 21:00, NOCCO Dusty vs. Aurora. Stórmeistaramótinu lýkur annað kvöld með úrslitakvöldi á ARENA Gaming.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn