Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:48 Stærðarinnar eldsvoði hefur brotist út í tónleikahöllinni eftir að vopnaðir árásarmenn hófu skothríð í Moskvu. AP/Sergei Vedyashkin Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag.
Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent