Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 12:02 Hæstiréttur segir að málið hafi ekki verulega almenna þýðingu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira