Heimir andartaki og ótrúlegu sjálfsmarki frá því að slá út Bandaríkin Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 08:00 Heimir Hallgrímsson hefði gjarnan viljað heyra lokaflautið örlítið fyrr í gær, og lét dómarana vita af því. Getty/Omar Vega Afar slysalegt sjálfsmark á allra síðustu stundu kom í veg fyrir að Heimir Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka næðu að slá út Bandaríkin, á útivelli, í undanúrslitum Þjóðadeildar CONCACAF, eða Mið- og Norður-Ameríku. Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira