Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 19:38 Hraunið hefur náð Melhólsnámu. Vísir/Vilhelm Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira