Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 15:37 47 manns vilja komast á Bessastaði ef eitthvað er að marka undirskriftarsöfnun á vef Þjóðskrár. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11